Kynningarblogg: Karen Ásta

Ég heiti Karen Ásta og er 21 árs. Ég á von á mínu fyrsta barni og er settur dagur 25. janúar svo það er heldur betur stutt í litla strákinn minn, sem hefur hlotið gælunafnið Bjössi þar til hann fær endanlega nafnið sitt við skírn. Ég er búsett á Hvammstanga og bý í foreldrahúsum eins og er og verð þar fyrsta mánuðinn hans Bjössa til þess að fá aðstoð með hann þar sem ég er einstæð. Ég hef unnið við umönnun á sjúkrahúsinu á Hvammstanga í u.þ.b. 2 ár en er núna komin í veikindaleyfi fram að fæðingarorlofi.

80317191_2585675104842498_3535384973739556864_o

Ég hef haft áhuga á því að skrifa frá því að ég man eftir mér og lengi langað að gera meira af því svo ég ákvað að slá til og nýta fæðingarorlofið í að prufa mig áfram. Lífið núna snýst auðvitað í fyrsta, öðru og þriðja lagi um barnið mitt sem verður örugglega aðal fókusinn í skrifum mínum hérna inni en ég stefni einnig á að blogga um heimilið, mat, hreyfingu og bara allt það sem ég er að pæla í hverju sinni. Ég á það til að vera mikill sveimhugi og tileinka mér ný áhugamál oft í viku sem endast mis lengi svo það er ekkert umræðuefni off limits hérna hjá mér.

Ég hlakka til að deila meiru með ykkur á næstu mánuðum en þið getið líka fylgst með mér á instagram: karenasta

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s