Lífið, Valdís Ósk

Hvað ef ?

Ég hef verið að hugsa síðustu daga og telja upp alla hlutina sem ég væri þakklát fyrir. Ég er þakklát fyrir förðunarnámið sem ég fór í, þakklát fyrir allt fólkið í kringum mig. En ég er síðan en ekki síðst þakklát fyrir öll þessi atvik sem ég hef lent í í gegnum ævina.

Ég hef oft hugsað, ef fortíðin hefði ekki verið svona eins og hún var.. hvernig hefði hún þá verið ? Hefði ég verið öðruvísi? Hefði eitthvað annað komið fyrir? Hvernig persóna væri ég? Það vakna allskonar spurningar þegar maður hugsar svona

Ég ætla ekki að nefna allt núna sem hefur komið fyrir í fortíðinni minni því það myndi gera þessa færslu alltof langa. En fyrir ykkur sem hafa lesið færslur frá mér þá vitið þið að móðir mín greindist með geðhvarfarsýki þegar ég var ung. Margt hefur gerst í kringum þessi veikindi sem ég er nú þegar búin að láta í færslu og getið þið lesið hana hér: https://uglur.is/2019/04/18/hugsadu-adur-en-thu-daemir-3/

En þessi veikindi hafa gert mig að betri manneskju, afhverju ? Vegna þess að ég lenti í grimmu einelti í grunnskóla og aðallega var það eitthvað sem var tengt mömmu. Eins og ég segi frá í færslunni fyrir ofan þá fékk ég oft að heyra allskonar fáranlegar setningar vegna hennar veikindum. Aðalpunkturinn sem ég er að reyna koma frá mér er að ég er þakklát fyrir það sem hefur komið fyrir mig í kringum þessi veikindi því það hefur gert mig svo mikið sterkari með tímanum.

Þegar ég er að tala um að ég sé þakklát fyrir förðunarnámið þá meina ég að ég sé þakklát fyrir allt sem ég lærði,kennararana sem kenndu mér og svo má auðvitað ekki gleyma yndislegu stelpunum! Ég hafði mikinn draum til að læra förðun. Ég ákvað að taka smá pásu í fjölbraut og læra förðun í Mood Makeup School. Þið getið einnig séð færsluna mína um skólann hér: https://uglur.is/2018/07/10/mood-makeup-shool-min-reynsla/

Svo gleymir maður auðvitað ekki fólkinu í kringum sig sem hefur staðið þétt við bakið á manni gegnum súrt og sætt. Það er algjör óþarfi að nefna nöfn en þau vita hver þau eru. Ég einfaldlega veit ekki hvar ég væri án þeirra!

Mér finnst allt í lagi að minna fólk á það að hugsa um hvað þau eru þakklát fyrir. Það þarf alls ekki að vera neitt mikið sem maður þarf að finna en það gerir svo rosalega mikið að finna litlu hlutina í lífinu sem gleðja mann.

Annars vona ég að allir munu eiga yndislega helgi og njóta vel í faðmi þeirra sem þeim þykir vænt um ❤

Þangað til næst!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s