Lífið, Valdís Ósk

Mínar uppáhalds hárvörur

Ég hef verið mjög erfið með að finna hárvörur sem henta mér, en fyrir sirka ári þá kynntist ég Hermanni. Hann hjálpaði mér svo sannarlega að finna hárvörur sem eru svo sannarlega fyrir mitt hár.

Síðustu daga hef ég verið að nota þrjár vörur sem eru alveg í topp uppáhalds. Mig langar aðeins að segja ykkur hvaða vörur þær eru og um þær.
Allar þessar vörur fást á modus hár og snyrtistofu í Smáralind og á Akureyri.

Core Flex Anti-Breakage Leave-In Reconstructor frá SexyHair: Þessi vara lætur maður í handklæðaþurrt hárið. Ég læt alltaf þessa vöru fyrst af þremur vörum sem ég læt í hárið. Þessi vara hjálpar hárinu til að gefa styrk og sveigjanleika. Það er samsett Mango butter og Aloe Vera. Þegar maður notar vöruna þá dregur hún úr broti allt að 80%. Sem er bara magnað, ekki skemmir heldur hvað það er dásamleg lykt af vörunni.
Þessi vara fæst á modus hár og snyrtistofu, ( www.harvorur.is ) og í snyrtideild hagkaups ❤

Leave in treatment frá REF: Þessa vöru dýrka ég, aðalega vegna þess að hún gefur hárinu mínu svo mikla lyftingu að ég var varla að trúa því sjálf fyrst þegar ég notaði hana. En til að sjá þessa lyftingu þá þarf ég á blása efnið inn með hárblásara. Annars sé ég engan mun öðruvísi. Maður ber þessa vöru í handklæðablautt hárið alveg eins og með Core Flex Anti-Breakage Leave-In Reconstructor. Leave in treatment inniheldur quinoa prótín og ýmsileg efni úr jurtum sem hjálpar til viðgerðar á hárinu. Það er eins með þessa vöru, það er svo dásamleg lykt af vörunni að ég gæti þefað af henni alla daga.

Þessi vara fæst á modus hár og snyrtistofu, ( www.harvorur.is ) ❤

Hitavörn frá REF: Þetta sprey er það síðasta sem ég nota í minni rútínu þegar eftir ég hef þrifið á mér hárið. Þegar ég hef látið hinar tvær vörurnar þá læt ég þetta sprey í hárið á mér. Hárið kemur svo vel út þegar það er búið að blása það. Glansinn kemur líka svo vel út, enda er líka 3/5 í glansa í spreyinu. Mér finnst mjög þæginlegt að geta nota þetta sprey bæði áður en ég blæs það og einnig áður en ég slétti það.

Þessi vara fæst á modus hár og snyrtistofu, ( www.harvorur.is ) ❤

Þessar vörur hafa bjargað hárinu á bæði mínu og einnig mömmu. Okkur finnst þessar vörur vera algjör dásemd fyrir hárið.

En þangað til næst ❤ 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s