Lífið, Valdís Ósk

Surprise! Leynifélagi um borð!

Það gleður mig loksins að geta sagt þessar fréttir á almenningsmiðlum og ná að tala um hvernig mér hefur liðið. En í tilefni þess langar mig að segja svona aðstæður fyrstu vikurnar.

Ég tek fyrst próf 12 júní, á þeim degi var ég komin þrjá daga fram yfir blæðingar. Ég hafði sirka 2 mánuðum áður tekið lykkjuna úr mér vegna vandamála með hana. Þegar ég tek próf kemur strax tvær sterkar línur. Sjokk auðvitað en ég ákvað að taka annað daginn eftir til að fá alveg örugglega sama svar líka. Jújú það gerist, tvær sterkar rauðar línur.

Ég fæ alls ekki mikla ógleði fyrr en ég var komin 6 eða 7 vikur. Mér fannst hún koma inn mjög sterk frekar fljótt. Ég ældi sjálf ekkert en ég varð strax svo rosalega orkulaus og kúgast mikið.

Sama dag og ég fæ jákvætt próf þá hringi ég og fæ tíma hjá mæðravernd og einnig snemmsónar. Ég byrja á því fyrst að panta tíma hjá mæðravernd í Garðabæ en ákvað svo að færa mig frekar upp á Akranesi þar sem mér finnst þæginlegra að vera þar.

Ég fer í snemmsónar 11 júlí. Ég viðurkenni ég var mjög stressuð fyrir tímanum. En svo því styttra sem leið á tímann þá fór stressið. Stressið var aðalega vegna þess að ég hef lesið margar sögur um fósturmissi og utanlegsfóstur. Ég var mjög hrædd um að ég myndi lenda í eitthverju svoleiðis. En sem betur fer lenti ég ekki í svoleiðis.

Síðustu daga og vikur hef ég verið virkilega orkulaus og upp og niður ógleðin er mest megnis farin. Eina sem er eiginlega að hrjá mig mest á þessum dögum og mun mögulega ekki fara strax er hárphobia. Jeebbbb þið lásuð rétt. Ég kúgast rækilega þegar ég sé laus hár. Grey foreldrar mínir þurfa að hreinsa allt baðherbergið svo ég get farið í sturtu og eins tannburstað mig. Finnst ekkert ógeðslegra og klígjulegra heldur en að sjá laust hár nálægt, skiptir mig ekki einu sinni hvað ég er.

Ég held að ég hafi ekki meira til að segja frá meðgöngunni eins og er en ég hlakka til að segja ykkur frá helming 2/3 þegar hann er búinn ❤

þangað til næst!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s