Þegar heimurinn hrundi

Ég mun aldrei gleyma þessum degi. En 17.Nóvember árið 2017 hrundi allt.

Ég spyr mig svo oft ‘afhverju ég ‘ og ennþá í dag á ég það til að grenja mig í svefn.


17.nóvember 2017 þá fékk ég taugaáfall, Ég missti andan í smá stund og varð hálf rugluð og að sjálfsögðu skít hrædd. Ég áttaði mig ekkert á því hvað væri að gerast. Hélt bara að Ég væri að fara að deyja í bílnum á leiðinni suður. Ég þagði allan timan ég sagði ekkert og lét ekki vita af þessu fyrr en daginn eftir. Ég hélt að þetta myndi bara koma einu sinni og allt yrði gott daginn eftir. En svo var bara alls ekki. Mér leið ágætlega þegar ég vaknaði. Ég borðaði morgunmat og svo fórum við í Smáralind. Þar fékk ég annað kast og ákvað að segja frá, því mér leist ekkert á þetta. Ég lét þáverandi kærasta minn vita og hann sagði mér að tala við mömmu sem ég svo gerði. Mamma sagði strax að þetta væri ofsakvíði. Ekkert annað en það. Mér leið aðeins betur eftir að ég lét vita því þá hafði ég ekki áhyggjur af því að ef eitthvað myndi gerast þá vissu þau ástæðuna. Við fórum í Kringluna að borða. Ég átti mjög erfitt með að borða og hafði enga list og ég var alltaf að detta inn og út. Mikil hávaði og mikið af fólki og ég var bara mjög rugluð og leið svakalega illa! Ég get ekki ímyndað mér að lenda í þessum aðstæðum aftur! Þetta var hræðilegt!

Um kvöldið lá ég bara inni herbergi og gerði ekkert annað en að halda inni tárunum. Þetta var í fyrsta skipti í langan langan tíma sem við öll fjölskyldan fórum saman suður. Og svona endaði ferðin. Ég gat ekkert verið með þeim þetta laugardagskvöld ég lá alveg frá og vildi bara deyja. Ég gat þetta ekki lengur þetta var svo vont og ég var mjög hrædd á sama tíma.

Ég endaði svo uppá spítala.

Mér fannst ég svo örugg á sjúkrahúsinu að mig langaði eiginlega ekkert heim,

Fór í allskonar ‘tékk’ og svo segir hún mér að bíða aðeins og þegar Geðlæknir labbar inn…Ég skildi nú lítið hvað hann væri að gera þarna þá.. En hann kom og sagði við mig að ég væri með ofsakvíða og hafi fengið taugaáfall..

Já ég 19 ára (Þá) fékk taugaáfall.

Ég hafði verið hjá sálfræðing sem margir vissu ekki af. Ég skammaðist min fyrir það. Ég útskrifaðist frá honum í maí 2017. Mér leið ágætlega eftir það. Stuttu seinna fór allt í klessu, og ég gerði ekkert í því. Tók ekki lyfin sagði ekki frá og fékk
Enga hjálp. Bara því mér fannst ég ekki þurfa þess. En það var rangt.

En eftir áfallið fékk ég tíma hjá lækni á göngudeild geðdeilar hérna á Akureyri, og við fundum góð lyf sem ég er enn á í dag, ég sagði engum frá því strax, var bara að fara til læknis, ég skammaðist mín ennþá svo mikið.

Í dag er ég 21 árs, á yndislega Fjölskyldu sem hefur staðið við bakið á mér allan þennan tíma ❤ Ég á ennþá langt í land, en það kemur allt hægt og rólega. Ég fer ennþá til geðlæknis og það er bara geggjað!! Skil ekkert í mér að skammast mín svona fyrst. það er nákvæmlega ekkert að þessu!! Ég er ekki að skrifa þetta fyrir athygli, heldur bara opna augun hjá fólki og sjá hversu mikilvæg hjálpin er. Ég væri ekki hér í dag ef ég hefði ekki tekið við hjálpinni sem ég þurfti ❤ ❤

Ætla ekki að hafa þetta lengra í bili ❤ ef þið viljið vita eitthvað meira eða fá ráð megi þið endilega senda mér spurningar á instagram – Sandragudlaugs 🙂

Þangað til næst ❤

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s