Lífið, Valdís Ósk

FitSuccess fjarþjálfun

Mig langar að koma því strax á framfæri að þetta er ekki kostuð færsla þetta er bara ég á mínum eigin vegum að segja frá þjálfun sem ég mæli með.

Fyrra sumar var ég í einkaþjálfun en þurfti að segja því upp vegna þess að ég var að fara í skóla í mosfellbæ og var einnig í vinnu þar. Ég fann samt sem áður að ég þurfti að vera í einhverskonar þjálfun uppá líkamann minn að gera. Ég skoðaði marga valkosti en ég endaði á að velja FitSuccess og sé ég algjörlega ekki eftir því. Ég ætla að segja ykkur afhverju.

Þegar maður fer inná heimasíðuna þeirra sér maður strax allar upplýsingar sem maður þarf til þess að skrá sig í þjálfunina. Maður fær einnig allar upplýsingar um hvaða aðstoð maður fær hjá þeim. Það er súper einfalt að skrá sig á þessa síðu.

Þegar maður er að gera aðgang inná síðuna þá nær maður að velja hvort maður vill taka 1 mánuð eða hvort maður vill taka 3+ mánuði. ( samt alveg hægt að halda áfram eftir 1 mánuð ef maður vill). Maður fyllir út upplýsingar um sig, þ.e.a.s. veikindi, líkamsbyggingu,geðheilsu og margt annð. Til dæmis í mínu tilfelli þá er ég tognuð í hálsi og er með slæmt bak og mjaðmir þá gat ég sagt frá því og þau gerðu æfingar sem ég gæti þá styrkt þau svæði og upp og einnig passað uppá að maður fari varlega.

Þegar allar upplýsingar eru komnar þá lætur maður inn myndir af sér og mælingar svo það sé hægt að bera sama við fyrir árangur. Mér fannst mjög gaman að sjá árangur á myndunum þegar ég sá engan mun á mér sjálfri í speglinum.

Myndaniðurstaða fyrir pepp for gym quotes

Maður fær skilaboð alveg reglulega sem mér finnst vera algjör „möst“ að fá því þá veit maður að þau eru þarna til staðar fyrir mann alltaf. Þau svara öllu sem maður sendir, skiptir engu hvað það er (innan marka samt haha).

Maður fær matarplan en það er alls ekki eitthvað til að endilega fara eftir, meira svona til að fá hugmyndir af mat sem maður getur fengið sér, mér fannst þetta rosa sniðugt þar sem ég var alltaf að elda mér sömu réttina endalaust sem endaði með því að ég fékk ógeð. Ég náði endanlega að komast úr þessari skél sem ég var í og prufaði fullt nýtt og fékk endalausar hugmyndir.

Ég læt slóðina bæði af instagraminu þeirra og heimsíðu þeirra svo þið getið farið þangað inn og skoðað síðuna betur og jafnvel skráð ykkur! Mæli samt með að hafa hraðar hendur því það er mjög fljótt að fyllast hjá þeim!

https://www.instagram.com/fitsuccessiceland/

https://fitsuccess.is/

En þangað til næst ❤

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s