Update af lífinu í noregi!

Heil og sæl kæru vinir!

Núna erum við búin að vera sirka 2 mánuði hérna í noregi svo mig langaði að segja aðeins frá hvað okkur finnst og hvernig okkur gengur hérna!

Lífið í noregi er búið að vera æðislegt.
Fólkið er alveg sérstaklega dásamlegt hérna, það er kurteist og hjálpsamt og rosalega opið. Veðrið er svo búið að vera að leika við okkur en síðan við komum er búið að vera 20-22 stiga hiti og sól næstum alla daga!

Ég verð að viðurkenna að það voru komnar smá áhyggjur í mig um að ég myndi ekki fá vinnu neinstaðar. Ég var að fá email frá stöðum sem ég sótti um á hverjum degi að segja mér það að ég fengi ekki vinnuna.

En sem betur fer fékk ég svo vinnu á krúttlegum pub sem er í 20 mínutna lestarferð frá bænum svo það gekk allt eins og í sögu og leysti þá þessar áhyggjur sem voru komnar upp.

Hef enþá ekki verið bitinn af moskítóflugu jafnvel þótt að gluggar séu opnir á kvöldin svo það er stór plús! 7913……

Ég ætla svo að enda þetta með nokkrum myndum sem ég tók af svæðinu, Það er allt svo rosalega fallegt hérna að maður verður bara að deila því með öðru fólki!

útsýnið sem sést þegar maður er á bryggjunni! Æðislega fallegt alveg!
Í miðjunni á bænum er svo þessi flotti gosbrunnur sem gerir umhverfið svo fallegt!

Ég vona að þið njótið kvöldsins og hafið það gott.
Bæjó!!Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s