Húðumhirða!

Hæhó

Mig langar að deila með ykkur húðumhirðu rútínunni minni sem ég hef verið að elska undanfarna mánuði og nota hana heilagt og er það teatree línann frá bodyshop. það eru þrjár vörur sem ég nota u.m.þ.b 1x í viku til þess að skrúbba húðina almennilega af öllum fyrrum snyrtivörum eða svoleiðis háttar og byrja vikuna með glóandi og hreina húð!

Fyrst byrja ég á því að hreinsa allt makeup af mér sem ég var með fyrr um daginn með Garnier micellar cleansing water. (þetta geri ég einnig alla daga þegar ég nota makeup)

Svo fer ég beint í skin clearing facial wash til þess að taka restina af skítnum úr húðinni. Set þá bara smá dropa af því í bómullarskífu og fer með létt yfir andlitið þá helst á t-svæðinu! Hann hentar vel fyrir olíukenda húð sem fær léttilega bólur og er kaldur og frískandi! (þennan nota ég einnig öll kvöld eftir að ég tek af mér makeupið!)

Næst fer ég yfir andlitið með skrúbb, Hann fjarlægir óhreinindi og dauðar húðfrumur svo að húðin verður mýkri og ferskari en hún var, Þessi skrúbbur virkar ótrúlega vel og ég elska að nota hann!

Síðast en ekki síst er það maskinn úr línunni, Hann er svolítið eins og leir þegar þú setur hann á og þornar svo á húðinni þangað til maður tekur hann af eftir c.a 10-15 mínútur. Maskin er djúphreinsandi en þurrkar ekki húðina,

Einnig fær maður að vera eins og Shrek í nokkrar mínutur og hver vil það ekki 😉 😀

Svo skellir maður á sig góðu rakakremi og er komin með hreina og fallega húð!

(ég vil koma því frá mér að ég er ekki neinn sérfræðingur í húðumhirðu. þetta er bara rútína sem ég hef verið að nota og virkar vel á mig)

Þangað til næst

❤ ❤ ❤

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s