Hæhó!

Gabríela heiti ég en er oftast kölluð Gabbí.

Ég er fædd 12.mars árið 1999 sem gerir mig tvítuga! Ég viðurkenni að ég er mjög ný í þessu öllu saman en æfingin skapar meistarann eins og maður segir 😉 Ég er fædd og uppalinn á Reyðarfirði sem er pínulítill bær fyrir austan.

Ég flutti með kærastanum mínum Stefáni og kisunni okkar Lúnu til Noregs í byrjun maí 2019 og er það alveg nýtt ævintýri fyrir okkur. Kærasti minn er að fara í flugnám hérna í Sandefjord sem er u.m.þ.b klukkutíma frá Oslo. Ég er núna að reyna eins og ég get að læra norsku og svo er ég á fullu að leita mér að vinnu hérna í bænum og gengur það misvel en maður verður að vera jákvæður! Þessi hérna fyrir neðan heitir svo Lúna hún er c.a eins og hálfs árs og er af tegundinni Ragdoll. Það er góð ástæða fyrir því að þessi tegund er kölluð puppycat haha, en ég mun líklega blogga um hana eitthvern tíman seinna.

Það sem mér langar að blogga um er eiginlega bara allt og ekkert, Ég ætla að sýna ykkur nýja lífið í Noregi, Svo er ég mikil áhugakona um makeup og tísku. Svo finnst mér rosalega gaman að syngja og semja lög! Öll þessi áhugamál munu koma fyrir í póstunum hjá mér!

Ég er sjúklega spennt fyrir þessu og vona að þið séuð það líka 😀
Bestu kveðjur Gabbí!

P.s Ef þið viljið fylgjast með mér á mínum samfélagsmiðli þá getiði addað þessu sem er hér fyrir neðan!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s