Lífið, Valdís Ósk

Hugsaðu áður en þú dæmir <3

Þessi færsla er tekin af eldri bloggsíðu sem ég átti fyrir nokkrum árum en mér finnst þessi færsla skipta svo miklu máli að ég verð að birta hana aftur og vekja meiri áherslu á þessu málefni.

Þið eflaust öll heyrt eða lesið setninguna „don’t judge the book from the cover, you don’t know the whole story.“
Þetta er sú besta setning og staðreynd sem ég hef á ævi minni séð ásamt mörgum fleirum. En ég er ekki að fara tala um staðreyndir núna. Mér langar að tala um mömmu mína. Er viss um að fólk er bara „ókei what er hún að fara skrifa blogg um mömmu sína?“ Þið sem haldið að þetta sé eitthvað fáranlegt farið bara en ef þið ætlið að halda áfram til hamingju því að þið eruð að fara vita hluti um mömmu mína sem fólk eru mjög fljótir að dæma. Ég googlaði til að koma með skýrt svar fyrir ykkur svo þið getið fattað hvað ég er að tala um síðan kem ég með það mömmu einkenni og mína sögu um það hvernig það er að eiga mömmu sem er svona veik.

„Hvað er geðhvarfarsýki?“

Geðhvarfarsýki er tiltölulega algengur geðsjúkdómur sem lýsir sér 
þannig að sjúklingurinn upplifir djúpt þunglyndi og oflæti eða maníu til skiptis. Allir finna fyrir geðsveiflum á ævinni, og það er fullkomlega eðlilegt að líða stundum mjög vel og stundum mjög illa.
 Geðhvarfasýki er það þegar þessar geðsveiflur verða svo miklar að sjúklingurinn hefur enga stjórn á þeim og þær fara að hafa veruleg neikvæð áhrif á líf hans. Sjúkdómurinn er ekki algengari hjá öðru kyninu en hinu, en algengara er að ungt fólk greinist með hann en eldra fólk. 

„Hver eru einkenni geðhvarfarsýki?“

Fólk sem haldið er geðhvarfasýki gengur í gegnum maníur annars vegar, og þunglyndi hins vegar. Maníurnar og þunglyndisköstin eru misalvarleg milli einstaklinga, og jafnvel mismikil hjá sama einstaklingi.

Manía (oflæti)

Í maníu er heilinn á fullri ferð, líkt og hann væri á örvandi fíkniefnum. Manían varir yfirleitt í meira en viku í senn og getur jafnvel varið í mánuði ef ekkert er að gert. Helstu einkenni hennar eru eftirfarandi:

 • Alsæla
 • Kvíði
 • Sjúklingur verður uppstökkur og smámunasamur
 • Svefnleysi
 • Fjörugt hugmyndaflug og sköpunargleði
 • Hömluleysi, dómgreindarleysi og skyndiákvarðanir
 • Framkvæmdagleði, nær óþrjótandi orka og ofvirkni
 • Sjúklingur talar tæpitungulaust og virðist ekki hlusta á annað fólk
 • Athyglisbrestur og einbeitingarleysi
 • Hraðar og stjórnlausar hugsanir
 • Ábyrgðarleysi
 • Aukin kynhvöt
 • Árásargirni eða ógnandi hegðun
 • Mikilmennskubrjálæði og aukið sjálfstraust. Sjúklingi líður eins og hann eigi heiminn.
 • Ranghugmyndir (t.d. um samsæri eða að náttúrulögmál gildi ekki um hann)

Engir tveir uplifa nákvæmlega sömu einkenni í maníu og nær enginn hefur öll þessi einkenni, heldur yfirleitt nokkur í senn. Sumum hættir til að leiðast út í óábyrga lyfja- eða áfengisneyslu í maníunni sökum hömluleysisins. Aðrir reyna að koma háleitum og oft óraunhæfum áætlunum í framkvæmd, og geta þannig valdið sjálfum sér og öðrum fjárhagslegu tjóni eða annars konar skaða. Sumum líður illa í maníunni, eru kvíðnir, reiðir og hræddir um að gera eitthvað af sér, en fleiri lýsa maníunni sem bestu tilfinningu í veröldinni, full gleði og nautna, og vilja alls ekki hætta að vera manískir. Ofvirknin og svefnleysið gerir það að verkum að sjúklingurinn getur örmagnast, sem getur verið lífshættulegt.

„Þunglyndi“

Eftir maníu hrapar geðhvarfasjúklingur í þunglyndiskast, sem svipar mjög mikið til dæmigerðs þunglyndis. Hann verður leiður, aðgerðalaus, sefur mikið, dregur sig í hlé, hefur nær ekkert sjálfstraust, er kvíðinn og áhugalaus, og líður eins og hann sé tómur að innan. Einkennin eru að sjálfsögðu mismunandi milli sjúklinga. Oft fylgja sjálfsvígshugsanir þunglyndinu.

„Hvað veldur geðhvarfasýki?“

Ekki er á hreinu hvað veldur geðhvarfasýki, en vitað er að sjúkdómurinn er mjög líklega arfgengur. Hann er mun algengari í vissum ættum en öðrum. Orsök sjúkdómsins er þó líklega mjög flókið samspil erfða og umhverfis. Oflætis- og þunglyndisköst byrja oft þegar einstaklingurinn verður fyrir áfalli eða streitu. Algengast er að greinast með sjúkdóminn á unglingsárum eða snemma á fullorðinsárum.

„Hvað er til ráða gegn geðhvarfarsýki?“

Ef þig grunar að þú eða einhver þér nákominn sé haldinn geðhvarfasýki skaltu sækja hjálp geðlæknis. Fyrsta stopp er heilsugæslustöðin þín eða geðdeild landspítalans.Það er engin skömm í því að leita sér hjálpar.Því miður er ekki til endanleg lækning við geðhvarfasýki, en hægt er að halda einkennunum í skefjum með áhrifaríkum hætti. Til þess er yfirleitt notuð blönduð meðferð, þ.e. bæði lyfjameðferð og hugræn meðferð eða fjölskyldumeðferð. Algengasta lyfið gegn oflæti er liþíum og þurfa sjúklingarnir oftast að nota það alla ævi. Sumir geðhvarfasjúklingar eru jákvæðir í garð lyfjameðferðar þegar þeir eru í jafnvægi, en harðneita að taka lyfin þegar þeir eru í maníu, vegna þess að þeir vilja alls ekki hætta að finna fyrir þeirri ótrúlega alsælu sem stundum fylgir maníunni. Mikilvægt er að geðhvarfasjúklingur njóti stuðnings fjölskyldu sinnar og búi við reglubundið umhverfi og eigi skilningsríka aðstandendur sem styðja hann. Með reglulegu mataræði, reglulegum svefni, heilbrigðum tilfinninga- og félagstengslum, ábyrgri hegðun og með því að draga úr eða hætta áfengisneyslu geta geðhvarfasjúklingar haldið einkennunum niðri með mjög miklum árangri og tekist að líða vel, lifa eðlilegu og heilbrigðu lífi.
Mamma er með þennan sjúkdjóm er búin að vera glíma við hann síðan árið 2000. Þarna var ég bara 3 ára gömul að verða. Það getur verið virkilega erfitt að eiga móðir sem er svona veik. Veikindin sjást ekki á útlitinu hjá henni,það sést þegar þið eruð búin að tala við hana og kynnast. Þá sést það mjög vel. Margir segja „Já ég veit alveg hvernig það er að eiga ættingja sem er svona veikur.“ Það er rangt. Sjúklingar eru aldrei eins veikir. Ég hef ALDREI kynnst eitthverri manneskju sem eru eins veikir og mamma mín. 
Í dag er ég og pabbi bæði greind með athyglisbrest og það er eitthvað sem er ekki auðvelt að vera með þar sem mamma er veik. Þegar ég er í skóla og er með eitthvað sem ég þarf að klára fyrir daginn eftir þá er það mjög erfitt að gera vegna þess að það er eitthvað sem ég þarf að gera fyrir mömmu af því að hennar verkefni er meira mikilvægara fyrir henni heldur en skólinn. Það getur verið mjög erfitt að biðja um eitthvað nema að ég á pening fyrir það tildæmis vax og litun eða klipping er hægt að taka sem dæmi. Ég veit alls ekki hvernig þetta er hjá öðrum en ég veit sjálf að ég er ekkert ein um þetta að ég þarf bíða eftir rétta augnablikinu til að biðja um eitthvað svo að hún verður ekki reið þegar ég bið um eitthvað. 
Ég er samt rosa sátt að hún fær hjálp hjá læknum alveg frá deginum sem hún greindist með geðhvarfarsýkina. Hún getur jú verið yndisleg kona,oft get ég ekki ýmindað mér betri mömmu. Við eigum okkar augnablik bæði góð og slæm. Ég hef skrifað hérna að ég hef verið lögð í einelti sem er hérna fyrir neðan á blogginu. 
Við höfum þurft að ganga í gegnum margt hérna heima. Síðan að mamma greindist hefur verið oft og mörg rifrildi. Til þess að segja langa sögu stutta þá get ég sagt bara að systir pabba sagði við mömmu að allt sem hún segir og gerir særir pabba ætt. Það sem okkur finnst að þau ættu frekar bara að athuga hvað þau hafa sagt því að þau gerðu og gera ekki ennþá grein fyrir því að þetta særði hana margfalt meira en þau halda. Þetta var bara dæmi um það sem við höfum glímt við þessa fjölskyldu.
Þrátt fyrir að hún er svona veik þá er,var og verður ALLTAF flottasta og bestasta mamma sem ég veit um 

Ég hef oft verið að pæla í að segja ykkur meira frá hvernig er að eiga mömmu sem er með geðhvarfarsýki. Svo hér kemur það!

Að eiga mömmu sem er svona veik getur verið bæði mjög auðvelt og alveg virkilega erfitt. Til dæmis er hægt að taka dæmi með að ef ég er að fara læra undir próf þá myndi ég ekki getað llært heima uppá Akranesi af því að hún myndi láta mig fá allskonar verkefni sem henni finnst ganga fyrir lærdóminn.

Við fjölskyldan höfum lent í ýmis atvikum gegnum tíðina eftir að mamma greindist en eitthver sem ég man eftir en sumu er ég búin að gleyma. Sumt af þessu langar mér heldur ekkert til að muna af þvi að þetta eru það slæmar minningar. Til þess að koma með eitthver dæmi um atvik sem við höfum lent í gegnum tíðina þá reyndi mamma oft að taka sitt eigið líf, ég man ekki hversu oft en það voru eitthver skipti, þar að meðal þegar ég var heima. Svo er líka þegar systir pabba sló mömmu utan undir. Ég veit ekki hvort það hafði verið til að róa hana niður eða ekki en mér fannst það alls ekki vera rétt til þess að slá hana utan undir. Sérstaklega þegar við vorum öll heima, líka þrátt fyrir það að við höfðum ekki séð þetta gerast þá heyrðum við alveg þegar það gerðist.

Þetta er engan veginn auðvelt að eiga mömmu/ættingja sem er svona veikur en SAMT er þetta góður lærdómur til að vita hvernig er að eiga svona því að mér finnst að fólk ætti vita almennilega hvernig það er að vera svona veikur eða hvernig það er að eiga svona ættingja. Útaf því að þau vita það ekki að þá gera þau grín af svoleiðis fólki þrátt fyrir að þau vita ekkert hvað þau eru að gera grín af. S.s hvernig persóna þetta? Hvernig mun hún bregðast við? Hvað mun hún gera ef hún bregst ílla við þessu?

Til þess að fólk gæti vitað almennilega hvernig þessi veikindi virka þá finnst mér svona almennt að það ætti öðru hvoru fólk hittast plana svona kynningu eða námskeið  þau myndu fara í skóla og segja frá þeirra hjarta hvernig það er að vera svona veikur. Bara svona til þess að fólk viti þetta,alveg eins og hvað er einelti,hvað er athyglisbrestur og svoleiðis. Þetta ætti líka vera jafn merkilegt til að tala um eins og allt annað.

Þrátt fyrir öll veikindin hennar þá getur hún verið yndisleg móðir,hún hefur hjálpað mér með mjög mikið. Hún getur samt verið frekar pirrandi þegar ég er orðin þreytt eftir daginn þegar hún byrjar að biðja mig um að taka til og allt þannig. Allt sem hún biður mig um að gera á yfirleitt að ganga fyrir allt sem ég vil gera.

Ég vona að þið hafið lesið þetta og náðuð að ganga aðeins í mína skó og lærðuð aðeins um mig og veikindin hennar mömmu.

Ég er svo þakklát fyrir mömmu því ef það væri ekki fyrir hana þá væri ég svo sannarlega ekki manneskjan sem ég er í dag ❤ Takk fyrir allt mamma og ég hlakka til komandi ára að læra betur frá þér ❤

Þangað til næst ❤

1 athugasemd við “Hugsaðu áður en þú dæmir <3”

 1. Bakvísun: Hvað ef ?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s