Lífið, Valdís Ósk

Hilton reykjavík spa = Besta dekur í heimi

*Þessi færsla er í samstarfi við Hilton spa *

Ég var svo heppin að fá gjafabréf í spa hjá hilton spa. Margir spyrja sig núna… hvar er hilton spa, hvað er gert þarna og hvað er í boði?? Ég skal svara þessu öllu fyrir ykkur núna!

Hilton spa er staðsett á Suðurlandsbraut; þar sem hilton reykjavík nordica og vox er, bara á annarri hæð. Um leið og maður labbar þarna inn þá er tekið svo vel á móti manni og svo hlýtt að fara þarna inn.

það er svo margt sem er í boði þarna. Það er hægt að fara í ræktina, heita potta, gufu, sauna og allskonar. Í heitu pottunum er hægt að fá nudd sem er svo guðdómlega vont en á sama tíma svo guðdómlega þæginlegt þegar það er búið að losa um í öxlum og herðum. Það er eins gott að geta notið þessarar 5 mínutur sem það er verið að nudda mann. Inn í sama herbergi er lítil laug, svipuð og vaðlaug sem er með svona núðlum eins og ég kalla það og maður getur legið tímanum saman og notið þess. Held að það hafi verið minn uppáhaldsstaður.

myndir eru teknar af google þar sem ég viðurkenni ég gleymdi að taka myndir.

Einnig inn í þessu herbergi var annað lítið herbergi sem var gufa. Ég fór sjálf ekki í hana en mun klárlega fara í hana næst þegar ég fer. Svo þegar maður fer út þar eru heitir pottar og sauna. Sem ég mun einnig líka koma með að skoða betur þegar ég fer næst.

Ég er mjög spennt að fara þangað í sumar og leggjast á bekki og njóta ennþá meira ❤

þegar ég sótti gjafabréfið upp í spa þá fékk ég svo geggjaðan gjafapoka með vöru sem ég hef lengi langað að prufa!

Ég fékk þessa guðdómlegu vöru sem er búið að bjarga hárinu minu svo mikið þegar ég blæs það eða slétti það, sem ég reyni að vera dugleg að gera. En þessa vöru fékk ég frá Hilton Reykjavík Spa í samstarfi við harvorur.is ❤

Takk innilega fyrir mig, ég mun koma aftur!

Þangað til næst!

1 athugasemd við “Hilton reykjavík spa = Besta dekur í heimi”

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s