Að gefa sjálfum sér tíma – SPA dekur

Að finna tíma til að einblína einungis á sjálfan sig getur virst óhugsandi. Einhvernveginn hefur maður tíma til að hlúa að öðrum og gera allt fyrir aðra en svo gleymir maður sjálfum sér. Allir hafa gott af því að komast í góða slökun, komast í burtu frá amstri dagsins og gleyma sér í smá stund.
Það er svo dýrmætt að gefa sjálfri sér tíma til að slaka á og vera algjörlega ein með hugsunum sínum.
Það er í raun nauðsynlegt að gefa okkur tíma fyrir okkur sjálf sem hluti af langlífi.

Ég fékk það frábæra tækifæri að fara í samstarf með Hilton Reykjavík SPA og REF Stocholm á Íslandi.

Hilton Reykjavík SPA bauð mér aðgang að heilsulindinni þeirra.

Þegar ég kom í heilsulindina mætti mér yndisleg kona sem rétti mér handklæði, slopp og inniskó. Þar sem ég hef aldrei áður farið í heilsulindina á Hilton sýndi hún mér allt áður en ég fór í kvennaklefann að skipta yfir í baðfötin.

Hilton heilsulindin býður uppá tvo potta, annar heitari en hinn.  Í pottunum erum boðið upp á herðanudd.
Nuddið var mjög notalegt og mæli ég algjörlega með því. Ég var komin með mikla vöðvabólgu svo nuddið var akkúrat það sem ég þurfti á að halda. 

 

Við hliðin á pottunum er setlaug með korknúðlum sem hægt er að fljóta á, mjög afslappandi.
Úti á verönd er síðan sauna og heitur pottur.
Saunan ilmar af sítrónulykt og er mjög róandi.

Hilton Reykjavík SPA er staðsett á Suðurlandsbraut 2 á annari hæð hússins.

og

 

Þjáist þú t.d. að miklu og endalausu stressi?
Mögulega er SPA ekki að fara leysa það vandamál en það er góð byrjun.

“It’s not stress that kills us, it’s our reaction to it” – Hans Selye

Eitt af markmið heilsulindar er að hjálpa þér að slaka vel á, minnka stressið og þér líður betur bæði andlega og líkamlega.

Til að koma í veg fyrir meiri streitu fyrir SPA ferðina er sniðugt að vera búin að græja allt daginn áður og koma tímanlega til að fá t.d. pottþétt stæði. Einnig að sleppa að taka símann með inn til að losna við áreiti frá honum.

what-is-stress-1

Og mundu að njóta lífsins!

Hreinsaðu hugann, hugsaðu jákvætt og finndu hvað lætur þér líða vel.

 

54800265_401963177282913_2464828331846008832_n.png

 

Takk kærlega fyrir mig,

2

55448561_2284390351849156_3582928646798573568_n

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s