Lífið, Valdís Ósk

Hárið verður ekki meira sexy heldur en með sexy hair hárvörum!

Þessi færsla er í samstarfi við Snyrtivörudeild í hagkaup.

Fyrir nokkrum dögum fékk ég geggjaðan pakka frá Snyrtivörudeild Hagkaups. Sá pakki innihélt tvær vörur frá hármerkinu Sexy hair. Mig hafði lengi langað til þess að eiga vörur frá því merki.

Vörurnar tvær sem ég fékk var þurrsjampó eða réttara sagt: LUXE DRY SHAMPOO, sem er með moringa oil og biotin.

Þurrsjampóið : Moringa olían og Biotin hjálpa til að gleypa alla umfram olíu og óhreindi úr hári.
Hvernig skal nota: Hristu spreybrúsan vel,lyfta hluta af hárinu og spreyja inn á milli. Þegar þú spreyjar skaltu hafa brúsan 4-5 cm frá rótinni. Nuddaðu varlega efninu í rótina, ef það kemur of mikið skaltu greiða það í burtu með hárbursta.

Hin varan sem ég fékk heitir Big SexyHair – Blow-dry Volumizing Gel. Það er semsagt gel sem maður ber í hárið með þegar það er blautt og blæs það með hárblásara, lyftingin sem maður fær er geðsjúk! Gelið gefur einnig þykkingu í rótina sem lætur það líta út eins og það sé þykkra.

Gelið inniheldur aloe vera, kamille útdrætti og heilhveiti prótein sem er góð efni fyrir hárið. Efnið veitir náttúrlega stuðning frá rótum.

Vörurnar fást meðal annars í hagkaup í Smáralind og er úrvalið þar meiriháttar!

Þessar vörur hentar mér rosa vel þar sem minn hársvörður er búin að vera mjög viðkvæmur og þetta eru einmitt vörur sem passar vel við það.
Ég vil þakka kærlega fyrir mig og hlakka mikið til framhaldsins!

Þangað til næst!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s