Vantar þig björgun á hárlitnum þínum?

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Modus hár- og snyrtistofu

Ég hef alltaf verið upptekin af hárinu mínu, sérstaklega litnum á því. Ég var rauðhærð þegar ég var ung og seinna var alltaf rauður blær í hárinu. Þegar ég var 12 ára fór ég að strípa það og lita og hef 90% af tímanum síðan þá verið ljóshærð! Ég elska fallega ljóst hár, sérstaklega mismunandi tóner-a sem krydda uppá útlitið.

Í desember fékk ég þá hugmynd að mig langaði að prufa öðruvísi liti eins og fljólublátt og bleikt. Fjólublátt sjampó gerði sitt gagn í því! Þegar ég fékk leið á því langaði mig að prufa pastel blátt og rakst á Loreal skol í Hagkaup. Ég mæli eindregið ekki með! Á nokkrum þvottum var það orðið sægrænt! Og það fór ekki úr, sama hvað ég þreif það oft, þótt ég for í sund og ég var fljót að hata þennan lit!

Ég hafði næstum grátandi samband við uppáhaldið mitt hann Hermann og bað um hjálp! Hann auðvitað bara stökk til mér til mikillar gleði! Ég fór til hans á Modus Akureyri og það er svo næs að labba þarna inn, viðmótið og uppsetningin á öllu er eitthvað sem heillar mig fáránlega mikið!

Ég hinsvegar var mjög hissa hvað það tókst vel að fjarlægja þennan sægræna lit og þá var bara haldið áfram í næsta round af litun og svo toner eftir það.

Eins og margir vita að þá er ljóst hár miklu opnara en dökkt hár, tekur auðveldlega við skoli og öðrum litum og oft mjög illa farið og ónýtt eftir aflitanir og hvað þá pakkalit.

Þrátt fyrir mikla efnameðhöndlun í hárinu á mér þá er það samt ennþá mjög heilbrigt og mjúkt, þau eru svo góð í sínu fagi og svo ótrúlega skemmtileg í kaupbæti. Ég er svo fáránlega ánægð með útkomuna og svo fáránlega þakklát fyrir að þekkja hann Hemma og co.

 

 

img_0037

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s