Að búa í Svíþjóð – 5 atriði sem komu mér á óvart

Image result for computer says no meme
1. Svíar eru næstum jafn ferkanntaðir og Þjóðverjar.

Svíar eru ósköp vingjarnlegir þegar maður kynnist þeim, en ef reglurnar segja að hlutirnir virki svona, þá virka þeir svona. Punktur. Það þýðir ekkert að malda í móinn með það. Við löbbum á gangstéttinni, sama hvort það er snjór á henni eða ekki. Bílar stoppa fyrir gangandi vegfarendum á gangbraut, alltaf. Reglurnar um hvernig á að opna bankareikning eru fastar í skorðum og computer says no við að breyta því á nokkurn hátt. Getum við svo kannski hist í bíó í viku númer 36?

Image result for swedish meme
2. Allir tala ensku, en þú þarft samt sænsku
Það er nánast vonlaust að fá vinnu án þess að tala sænsku. Svíum þykir sjálfsagt að innflytjendur læri sænsku og gera sitt allra besta til þess að gera það ferli auðveldara, m.a. með fríum sænskunámskeiðum. Þú kemst auðveldlega upp með að skipta yfir í ensku í daglegum samskiptum, en ef þú ætlar raunverulega að komast inn í samfélagið skaltu gjöra svo vel og læra tungumálið.

Image result for rental market meme
3. Það er hundleiðinlegt að finna húsnæði
Húsnæðismarkaðurinn í stórborgunum er nánast jafn leiðinlegur og húsnæðismarkaðurinn í Reykjavík. Munurinn er einna helst sá að verðið er ekki jafn geðveikislega hátt og heima. Biðlistarnir eru endalausir og það er hart barist um húsnæði. En því fyrr sem maður fer á biðlista, því betra, því sá sem bíður lengst á hæstan forgang.

Image result for i like trains sheldon
4. Samgöngurnar eru frábærar – nema þegar þær eru það ekki.
Í 9 af hverjum 10 skiptum þá skiptir nánast engu máli hvar maður býr, það er minnsta mál í heiminum að hoppa upp í næsta strætó eða sporvagn og komast þangað sem maður vill fara. Í 10 skiptið… tja, þá þarftu eflaust að labba í góðan klukkutíma til að komast heim, í rigningu, um miðja nótt.

Image result for after work5. Fika og afterwork eru lífið.
Fika er sænskt hugtak yfir að fá sér kaffi og meððí. Helst eitthvað sætt, jafnvel með óhóflegu magni af saffrani. Þetta má gera eins oft yfir daginn og nauðsynlegt þykir. Afterwork er svo ein undarlegasta viðskiptahugmynd sem ég hef kynnst – en hún er snilld. Þá bjóða veitingastaðir og/eða barir upp á frí hlaðborð af alls kyns mat (pítsu, kebab, pönnukökur….) svo framarlega sem maður kaupir einn, óvenjulega dýran drykk á barnum. Þetta er í hverri einustu viku. Og staðirnir fyllast hratt.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s