Lífið, Valdís Ósk

Geðheilsa og hreyfing

Það hljómar örugglega smá klisjulegt að setja sem titil ‘Geðheilsa og hreyfing’ en þessi færsla er búið að sitja smá í mér en ekki vitað hvernig hún vill koma út á blaði eða orðum.

En ég get vel byrjað á því að segja að ég hef sjálf verið þunglynd frá því ég var mjög ung, alveg frá því ég var í yngstu deild í grunnskóla. Ég viðurkenni ég hafði hugmynd um það fyrr en mjög seint að ég væri þunglynd fyrr en ég fór einn daginn á bráðadeild geðdeildar. En það er ekki umræða sem ég ætla að taka núna. Samt sem áður í svipaða átt.

Eins og margir vita þá er hreyfing besta meðalið fyrir geðheilsuna. Ég hef æft sund, badminton og fimleika. Alltaf sama adrenalínið sem ég fæ úr öllum íþróttum. Í enda ágúst 2017 finn ég mér einkaþjálfara sem ég fór til þrisvar í viku sem ég varð gjörsamlega háð. Ég fann strax að þetta var íþrótt sem ég mun vera lengi í og mjög háð. Ég hef alltaf fundið núna að ef ég er á slæmum stað eða er mjög þunglynd eða kvíðin þá finnst mér mjög þæginlegt að kikja á smá æfingu og fá útrás.

Ég mæli mikið með því að ef ykkur líður ílla að prufa að finna hreyfingu sem hentar ykkur og reyna að stunda hana. Ég skil rosa vel ef það er ekki mikið af hreyfingu sem hægt er að velja úr en ég hélt í 5 ár+ að ég gæti ekki stundað neina íþrótt en það er alltaf hægt að finna eitthvað sem hentar manni.

En Þangað til næst ❤

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s