Hættumerki sem ætti aldrei að hunsa í sambandi

…sama hvort um er að ræða maka eða vin.

Bildresultat för you are the reason I'm alive meme

„Þú heldur í mér lífinu, ég væri dauð/ur án þín, ef ekki væri fyrir þig væri ég búin/n að drepa mig“ og fleira í þeim dúr er ekkert annað en tilfinningaleg kúgun. Þú berð ekki ábyrgð á því hvort einhver annar lifir eða deyr og þú átt ekki að bera ábyrgð á því! Ef manneskjunni er alvara þá ætti hún að fara strax til sálfræðings eða geðlæknis til að fá aðstoð.

Bildresultat för I'm sorry i'm such a mess meme

„Fyrirgefðu að ég sé svona ömurleg/ur, fyrirgefðu að ég sé svona mikill aumingi EN (það er alltaf en) ég elska þig bara svo mikið“. Þetta er ekki alvöru afsökunarbeiðni á því að hafa gert eitthvað af sér. Þetta er andleg kúgun sem miðar að því að fá þig til þess að skipta um skoðun, finnast þú vera sá/sú sem gerðir eitthvað af þér og endar venjulega með að þú biðst afsökunar fyrir eitthvað sem hann/hún gerði.

Bildresultat för all my exes are crazy meme

„Hún/hann er bara klikkuð/klikkaður, samkvæmt henni/honum var ég ömurleg/ur í alla staði, hún/hann leyfði mér aldrei að…“. Ef allir/allar fyrrverandi eru biluð eintök sem fóru ofboðslega illa með viðkomandi, veltu fyrir þér hvað er það sem veldur.

Bildresultat för gaslighting example

„Þú ert vandamálið, ekki ég“. Ömurleg aðferð til þess að láta þig efast um þína upplifun á raunveruleikanum. „Þú ert klikkuð/klikkaður, þetta var ekki svona, þú tekur alltaf öllu svo nærri þér, þú ert frábær leikari“.

Bildresultat för if you leave me I'll kill myself meme

„Ég drep mig ef þú ferð frá mér“. Svipað og það fyrsta en verra ef eitthvað er. Þetta kemur ábyrgðinni á því hvort manneskja sem þú elskar lifir eða deyr yfir á það hvort þú sért tilbúin/n til að láta koma ömurlega fram við þig. Þú berð ekki ábyrgð. Þetta er kúgun.

Ef þú kannast við þessi einkenni, fáðu aðstoð! Komdu þér út úr sambandinu, slíttu samskiptum við vininn/vinkonuna. Þetta eru klassískar aðferðir andlegs ofbeldis. Þú átt þetta ekki skilið og þú ert ekki vandamálið. Komdu þér burt.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s