Ekki sætta þig við að vera óhamingjusöm/samur

Mig langar að segja ykkur smá sögu. Ég hef alla tíð verið að basla með sjálfa mig og mínar eigin tilfinningar. Frá því að ég var 1árs gömul fann ég fyrir mikilli höfnun, höfnun frá föður mínum. Fljótlega eftir þann tíma eignaðist mamma mín nýjan mann og hellti sér svolítið í það samband og ég upplifði mig svolítið gleymda. Ég er ekki að setja útá móður mína né makann hennar því áður en þau tóku saman var ég að upplifa mjög mikið óöryggi. Fljótlega eftir það eignast ég bróður bæði móður minnar megin og föður míns megin og svo 2 árum eftir það systur einnig hjá báðum foreldrum. Ég veit það sjálf að eignast barn og að viðhalda sambandi er mjög krefjandi en ég upplifði mig algjörlega eina og afskiptalausa. Út frá öllum þessum stressvöldum fann ég aldrei fyrir öryggi eða hamingju þótt ég hafi hlegið og haft gaman og eignast skemmtilegrar minningar þá var ég brotin, ein og yfirgefin í sálinni. Ég hef alltaf verið í vandræðum með sjálfa mig og tilfinningarnar mínar og ég var alltaf innilega afbrýðisöm og reið yfir öllu því sem aðrir voru að upplifa í lífinu. Mér fannst ég alltaf standa ein, að engum þætti vænt um mig, að enginn væri að pæla í því hvernig mér liði eða hvort allt væri í lagi í mínu lífi

Núna í dag er ég 24 ára einstæð móðir og í fyrsta skiptið á ævi minni er ég að vinna í sjálfri mér af heilum hug. Ég var búin að sætta mig við að vera bara þessi manneskja sem mun vera óhamingjusöm allt sitt líf en nú er það hinsvegar að breytast.

Ég komst að því að ég þarf ekki viðurkenningu eða á ást annara að halda til að vera ég. Það að ég elski mig er nóg. Ég er nóg og meira en það. Ég, með mikilli hjálp, fann rótfestu í fyrsta skiptið á ævi minni núna nýlega… og ég fann hana hjá sjálfri mér.

Elsku þú, ekki sætta þig við það að líða illa og vera óhamingjusamur. Þú ert nóg og svo miklu meira en það. Það að vinna fyrir hamingjunni sinni er svo mikill sigur og svo mikið frelsi og ég lofa þér að baráttan er þess virði! Ekki hanga í einhverjum neikvæðum samskiptum því þú heldur að þú eigir ekki betra skilið eða að þú munir aldrei öðlast æðruleysi og hamingju, því það mun gerast… ef þú leggur vinnu í það!

Þökk sé göngudeildar geðdeildar á Akureyri og margra félagsráðgjafa og sálfræðinga hef ég náð þessum stað, já og við skulum ekki gleyma besta námskeiði sem ég hef setið, sjálfsþekkingarnámskeið Vanadísar. Ef ég get gert það, þá getur þú gert það, það er ég viss um ♥️ Ekki gefast upp, það er alltaf einhver þarna úti sem er tilbúinn til að hlusta og hjalpa þér að berjast. Ef ekki, þá er ég hérna, sama hver þú ert og sama hvar þú ert. Það er einhver hérna til að rétta þér hjálparhönd.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s