Ertu búin að setja þér markmið fyrir 2019?

Þegar kemur að markmiðum þarf að huga að hver eru raunverulega þín markmið. Munum að við eigum aðeins eitt líf svo ekki setja líf þitt með boðum og bönnum. Hugsaðu frekar, hvað vilt þú mest af öllu gera og hvernig viltu að þér líði? Taktu einn dag í einu og byrjaðu daginn á að hugsa jákvætt.

Þú ákveður sjálf/ur hvað þú vilt gera. Þú ákveður sjálfur hver þú vilt vera.

Því lífið heldur áfram þótt þú sért nokkrum númerum meiri eða minni en þú vilt sjá á vigtinni. Þetta er allt saman ferðalag sem þú verður að læra njóta meðan þú siglir í gegnum það. Það mun koma stormur, það mun koma tímabil sem reynir að steypa þér fram af skipinu þínu EN þá er það eina að halda ennþá fastar í sínar ákvarðanir og sigla í gegnum þessar hindranir því það mun líka koma góðir dagar. Þar sem litlu sigrarnir nást og svo loksins sá allra stærsti sem þú hefur beðið eftir. En á meðan er best að lofa sér að njóta alls ferðalagsins. Horfðu fram á við og sjáðu allt það fallega í kringum þig.

Gerðu það sem gerir þig hamingjusama. Þú átt það skilið!

Góð hugmynd er að nýtast við svokallað SMART markmið. Þú hefur líklega heyrt talað um hana en hefur þú stuðst við hana?
SMART stendur fyrir:

SSKÝR. Mikilvæg, skiljanleg og sé læsileg.
M-Mælaleg. Setja sér markmið sem þú getur mælt hvenær þú náðir þeim (t.d. hlaupa 10km)
AAðlagandi. Markmiðið þarf að vera eitthvað sem þig virkilega langar að ná.
RRaunhæf. Þú þarft að setja þér markmið sem þú getur náð og tekur ekki of langan tíma að ná.
T: Tímasett. Settu tímaramma á markmiðin.

e0940f39358b72b17899dc396eab67f5

Þetta eru nokkur af mínum markmiðum sem ég vil deila með ykkur:

Taka einn dag í einu og ekki ofhugsa allt.

Huga betur að heildarmataræðinu, hvernig ég stóð mig alla vikuna, í stað þess að rífa mig niður fyrir örlítið hras
(sjá blogg: Heilsusamlegur lífstíll. )

Huga að andlegu hliðinni og setja sjálfsumhyggju í forgang
(sjá blogg: Setjum sjálfsumhyggju í forgang í lífinu)

Vera ánægð með sjálfa mig og hætta horfa á hvað vigtin segir mér. Hún segir manni ekkert um hraustleika!

Vera besta útgáfan af sjálfri mér og góð fyrirmynd fyrir aðra.

Eyða meiri tíma með því fólki sem mér þykir vænst um – duglegri að fara í heimsóknir. Fólkið okkar verður ekki alltaf til staðar, við verðum að njóta betur tímans með þeim ❤

Gefa syni mínum áfram meiri tíma með mér og geyma samfélagsmiðla á meðan. Það getur beðið til kvölds þegar börnin eru sofnuð. Njótum þess að leika með þeim og gefa þeim tímann okkar. Hann er svo dýrmætur.

Dugleg að ferðast!

49121621_722433551476467_5682484870706626560_n.png

Hluti af mínum mælanlegu markmiðum:

Geta gert 20 armbeygjur (ekki á hnjám) í einu.

Mæta 3x+ á viku á æfingu

Ákveða matseðil vikunnar á sunnudögum (nýta matseðlana hennar Helenu) og meal-preppa eins og ég get.

Halda áfram á Carb Nite & hafa hleðslu á 14 daga fresti í stað 7 daga.

Skrá mig í Súperformáskorunina og klára hana. En muna að þessi áskorun er fyrir sjálfa mig og gera mitt besta.

Vera dugleg að þyngja lóðin hjá mér – allar áskoranir eru til góðs.

Duglegri að hugsa um hárið á mér – taka myndir til að sjá mun. Skoða vel hvað er í sjampó-um & hárnæringum og sleppa óæskilegum efnum. Hárið manns er svo dýrmætt að það er mikilvægt að hugsa vel um það.

Dugleg að skipuleggja dagana mína og allt sem ég geri. Skrifa í hana á hverjum degi allt árið. Ég keypti mér dagbók af personalplanner.com sem ég hlakka til að byrja nota.

Að lokum… hættum að reyna setja okkur í ákveðinn kassa, verum bara við sjálf!

2

49169651_377706902789165_6877152705811316736_n.png

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s