Lífið

yfirlit yfir 2018

Árið 2018 byrjaði rosa vel hjá mér, var að vinna í bakaríinu í mosfellsbæ eins og flest ykkar vissuð. Ég var í einkaþjálfun og náði geggjuðum bætingum.
Í byrjun mars fór elsku Coco frá okkur sem breytti aðstæðum hérna heima aðeins, og er þær ennþá að aðlagast.
Um sumarið 2018 byrjaði ég á því að taka algjöra U- beygju og byrjaði að blogga hérna á uglur.is, þessar stelpur tóku svo vel á móti mér og er ég þakklát fyrir þessar stelpur á hverjum einasta degi.
Sumarið fannst mér persónulega vera mjög slæmt vegna mikið af andlegum veikindum hjá mér sem stóð alveg yfir í allt sumar. Ég hef hinsvegar grun um að það sé vegna þess að það var ekki besta veðrið sem hefur mikil áhrif á mig eins og flest aðra. Það sem mér fannst hinsvegar standa upp úr á þessu sumri er félagsskapurinn.
Um haustið fór ég í skóla aftur eftir tveggja ára pásu. Ég fann loksins hvað ég vildi læra. Það var s.s. íþróttafræði, ég hef mikinn áhuga á að læra verða íþróttakennari og/eða einkaþjálfari.
Ég eignaðist fullt af frábærum vinkonum sem ég dýrka endalaust.
Þegar leið á haustið þá ákvað ég að það væri kominn tími að skoða mig betur í kringum mig um atvinnur og leyst mér rosa vel á eina sem ég starfa við í dag. Ég starfa núna í dag á kringlukránni sem þjónn sem er mjóg góð tilbreyting.
Enda október þá lendi ég í árekstri sem hefur þau áhrif að ég fékk áverka á háls og bak en komst sem betur fer í sjúkraþjálfun strax daginn eftir ( var með sjúkraþjálfara sem ég hitti reglulega áður fyrr)
Ég klára önnina auðveldlega ( hefði verið meira vesen finnst mér ef ég hefði ekki eignast svona góðar vinkonur)
Haustið fannst mér vera mikið betra með geðheilsuna og andlegu hliðina að gera, enda hafði ég fullt af yndislegu fólki í kringum mig.
Ef ég lít yfir árið í heild sinni þá er ég mjög ánægð miðað við allt sem hafði gerst og hvernig geðheilsan var.
Markmiðið í ár er mest megnis að líta á björtu hliðarnar í öllu og lifa í núinu.


Takk fyrir að lesa og takk fyrir 2018. Ég er mjög spennt fyrir komandi tímum ❤

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s