Rakamaskameðferð – Modus

Í samstarfi við Modus, hár og snyrtistofuna fór ég í æðislega rakamaskameðferð hjá hjá þeim!

Þar sem ég er með frekar liðað/krullað hár að þá vildi ég prófa eitthvað sem veitir hárinu mínu mýkt en heldur samt krullunum í hárinu.

 

badhairday_quirky_temporary_tattoo_1_1

Undanfarið hefur hárið mitt verið bæði mjög þurrt í endana og mjög olíukennt í rótinni og þar að auki koma fullt af „frizzy“ eða „rafmögnuðum“ litlum hárum og hárið mitt stendur út í allar áttir!

 

IMG_3141
♥ Ultimate Repair Maskinn ♥

Ultimate Repair maskinn er kraftarverkið sem er notað í hárið. Það sem hann gerir er að veita hárinu mikinn raka, styrkja og byggja upp hárið eftir skemmdir hvort sem það er eftir að hafa litað hárið oft eða eftir að hafa notað hárvörur sem innihalda fullt af aukaefnum og þar að auki gefur maskinn hárinu fallegan gljáa og dregur úr „frizz“.

 

Það eru ýmisleg aukaefni í mörgum hárvörum í dag sem þurrka upp hárið og skemma það, þess vegna voru öll aukaefni skoluð úr hárinu með hreinsisjampói áður en það var haldið áfram.

 

C416134A-7EB3-400A-80D9-7290D93522E7
Ultimate Repair Maskinn frá Ref Stockholm var settur í blautt hárið og var hárið síðan geislað með hita í u.þ.b. 10 mín. til að opna það betur til þess auka virkni maskans.  (Sjá mynd að ofan)

Hárið var þurrkað með bómullarhandklæði og meðhöndlað þannig að ég fengi sem mest af krullum. Hárið var ekki þurrkað í flýti heldur var því lyft upp og þurrkað í leiðinni. Sama aðferð var notuð þegar hárið var þurrkað með hárblásara (hárblásarinn var með öðruvísi haus á sér heldur en vanalega).

 

A587B704-ED8D-4A6E-B411-BF5902B37CB1
♥ Curl Power ♥

Þegar hárið var rakt var sett örlítið af Curl Power frá Ref Stockholm í það til að ýkja krullurnar og til að þess að hárið yrði silkimjúkt. Þegar hárið var alveg þornað var bætt örlítið af Curl Power til viðbótar og var því rétt svo strokið yfir hárið en ekki greitt í gegn

IMG_3123
Útkoman eftir rakamaskameðferðina! (Myndataka: Snorri Thor Christophersson)

 

Ég er hæstánægð með útkomuna og ekki er leiðinlegt að láta dekra svona við sig! Æðisleg þjónusta og flott vinnubrögð!

Ég mæli 100% með þessari meðferð fyrir ykkur sem viljið aukinn raka, gljáa og heilbrigðara hár án þess að slétta það!

Takk æðislega fyrir mig Modus! ♥

sjanarutlogo

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s