Auður Birna, Lífið, Uppskriftir

Ofur einfalt en vinsælt fyrir veisluna

Eins og ég hef sagt áður þá elska ég einfaldan mat og oftar en ekki er einfaldur matur betri en alltof flókinn matur. Mér langaði að deila með ykkur þrennu sem er yfirleitt alltaf í veislum hjá okkur, klárast ævinlega og flestir ef ekki allir fýla í botn!

Ostasalat:

 • 2 Mexíkóostar
 • Blaðlaukur eftir smekk
 • Vínber ég vil hafa vel af vínberjum
 • 1 skeið mæjónes á móti 2 skeiðum af sýrðum rjóma

Aðferð:

Svo er að sjálfsögðu hægt að bæta út í salatið hverju sem er eftir smekk hvers og eins! Það er hægt að nota ostasalat ofan á svo ótrúlega margt, það sem mér finnst best og kom mér mjög á óvart er að setja það ofaná appelsínugult Doritos! Mæli klárlega með að prófa

notalika

Heitur réttur:

 • 1 kryddrjómaostur
 • 1 piparrjómaostur
 • 1 dós af aspas
 • 1 bréf af skinku – mér finnst bónusskinkan best
 • Brauð eftir smekk
 • Rifinn ostur

Aðferð:

Ég byrja á því að taka safann af aspasnum frá og mauka aspasinn með galfi. Bræði rjómaostana í potti, bæti svo skinkunni og aspasnum við og leyfi því að malla í smá stund. Þar á eftir byrja ég að rífa niður brauð og bæti því útí með safanum af aspasnum, þegar allt hefur blandast vel saman færi ég það í eldfast mót og strái rifnum ost yfir. Skelli þessu svo inní ofn þangað til að osturinn er bráðinn. Svo eins og með ostasalatið er að sjálfssögðu hægt að bæta ýmsu útí!

img_5991

Skinkusalat:

 • 4 egg
 • Hálft skinkubréf
 • 2 matskeiðar mæjónes
 • Aromat

Aðferð:

Soðnum eggjum, niðurskorinni skinku og mæjónesi hrært saman og aromati bætt útí eftir smekk, gott að smakka til.

 

Vona að þið séuð jafn hrifin og ég!

 

Screen Shot 2018-06-07 at 14.23.01

Screen Shot 2018-06-07 at 14.24.14

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s