Fimm ókeypis leiðir til að læra

Svo lengi lærir sem lifir. En það hafa ekki allir færi á því að fara í kvöldskóla, hella sér í háskólanám eða fara á endurmenntunarnámskeið. Hvað er þá best að gera?

Sem betur fer höfum við lúxus Internetsins. Margar síður bjóða upp á allskyns kennslumyndbönd og útskýringar á öllu sem manni gæti dottið í hug að kynna sér. Hér eru nokkrar síður sem bjóða upp á ókeypis námskeið:

Khan Academy býður upp á stærðfræðikennslu allt frá leikskólastærðfræði yfir í háskólastærðfræði. Námskeiðin á Khan academy innihalda greinargóðar útskýringar á viðkomandi efni og svo gagnvirkar æfingar í framhaldinu ásamt stöðuprófum.

Code Academy inniheldur æfingar í forritun, allt frá byrjendaæfingum yfir í flókna og tæknilega forritun. Það er hægt að uppfæra aðganginn sinn í pro útgáfu til að fá aðgang að ennþá flóknari námskeiðum en allt efni fyrir byrjendur er frítt.

Coursera býður upp á allskonar námskeið í öllu mögulegu, stærðfræði, forritun, tónlist, grafískri hönnun og allt þar á milli. Námskeiðin eru oftast frí en stundum er hægt að fá skírteini um að maður hafi lokið námskeiðinu og það kostar einhverja smávægilega upphæð.

EdX er í rauninni sama hugmynd og Corsera, en þarna er m.a. hægt að finna námskeið í arkítektúr, viðskiptafræði, lögfræði, næringarfræði og svo framvegis og framvegis.

SoloLearn býður upp á kennslu í öllum helstu forritunarmálunum, bæði á netinu og líka í appi. Svipað og Code academy nema líka í boði sem app.

Að lokum: Youtube! Nýtið ykkur stærsta sjálfstæða kennslumyndbandabanka Internetsins. Það eina sem þarf er hugmyndaflug!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s