Ég elska sjálfa mig. Ég virði sjálfa mig. Ég hugsa um sjálfa mig.

Í heilsusamlegum lífstíl þarf að huga að bæði andlegu heilsunni með líkamlegu heilsunni. Þær tvær þurfa vinna saman til að ná hámarksárangri og ná settum markmiðum.

20181202_000552_0001

Eitt af því sem er mikilvægast er að líða vel í okkar eigin líkama, við fáum bara EINN svo við skulum hlúa að honum og fara vel með hann.

Það skiptir máli að tileinka sér þessa setningu:

Ég elska sjálfa mig. Ég virði sjálfa mig. Ég hugsa um sjálfa mig.

 

Eitt af því sem ég hef tileinkað mér er að hugsa áður en ég set eitthvað ofaní mig, t.d.: Myndi ég gefa barninu mínu þetta? Nei, en afhverju er ÉG þá að gera það? Ég er líka mikilvæg í lífinu, sérstaklega í lífi barnsins míns.

Eins og ég hef lært margoft af heilsuþjálfurum þá þarf ekki að nota mat til að t.d. gleðja sig eða útaf því að dagurinn var slæmur/góður.

– Dæmi: Já í dag var ég að klára lokaprófin, best að gera vel við mig. Daginn eftir: Já mikið var ég dugleg í vinnunni best að leyfa mér. Svo verður öll vikan svona!

Að mínu mati er allt í lagi að leyfa sér annað slagið en ef maður er að tileinka sér heilsusamlegan lífstíl þá getum maður ekki ætlast til að þetta virki með þetta hugarfar. En þó skal muna að það virkar heldur EKKI að setja sér boð & bönn og ætlast til þess að mega aldrei neitt. Ég hef lært það, þá fellur maður!

Við verðum bara að læra meta hvenær það er við hæfi, t.d. þú ert búin að vera EXTRA dugleg ALLA vikuna og það er matarboð á laugardaginn.. hmm hvernig væri þá að leyfa sér smá þann daginn? Það er bara frábær hugmynd. En mundu þetta er EINN dagur. Passa að lenda ekki í þá gryfju að sukka mjög mikið þann daginn, gera svo alveg eins daginn eftir og fara í þvíkíkt niðurrif og hugsa: æj þetta er í lagi núna þessa helgina ég sleppi þá bara að leyfa mér næsta mánuðinni.
– Þá ertu dottinn í boð & bönn … það leiðir MJÖG oft í að þá fer maður frekar að sækjast í hlutina.

Ég allavega leyfi mér annað slagið, það er flott fyrir brennsluna að gefa henni smá „eiturorku“ en bara halda áfram réttu hugarfari. Þetta er lífstíll ekki kúr! Og aðeins ÞÚ getur breytt þínu hugarfari. Ekki Jón eða Gunna útí bæ þótt þau séu endalaust að ýta og peppa á þig. Þú sjálf ert leikarinn í þínu lífstílsleikriti.

GOOD FOOD IS GOOD MOOD 

 

Lífið er til þess að fagna hverjum einasta degi sem við fáum tækifæri á. Við vitum aldrei enda þess. Tökum fagnandi þegar við vöknum, finnum andardrátt og hjartað okkar slær. Fáum okkur hollan mat og hreyfum okkur reglulega!

Þannig kýs ég að lifa lífinu, sem þýðir að það eru góðar líkur á að ég verði enn fullfrísk eldri kona!

Lífið er of stutt fyrir vanlíðan, depurð og drama sérstaklega. Verum dugleg að vera kringum fólk sem fær okkur til að brosa og okkur líður vel í kringum. Þeir sem gera okkur ekki góðs eiga ekki að fá að vera hluti af okkar lífi, það er bara þannig. Njótum þess að vera til. Lífið er svo stútfullt af allskonar ævintýrum, verum dugleg að grípa þau og njóta þeirra.

Verum dugleg að hrósa náunganum og styðja. Við vitum aldrei hvaða baráttu hann hefur gengið í gegnum. Gleymum því aldrei.

20181202_000140_0001

Þessar setningar hef ég sankað að mér og tekið inn í minn lífstíl:

80% mataræði og 20% hreyfing.

Gera mitt besta hvern einasta dag og ekki rífa þig niður fyrir smá hras.

Árangur tekur tíma, vera þolinmóð.

Setja sér raunhæf markmið en alls ekki of há markmið.

Öfgar og há markmið eru af hinu slæma og enda að flestu tilvikum með falli.

Munum að andleg líðan, að þykja vænt um sjálfa/n sig eins og maður er, er það mikilvægasta af öllu. Andleg heilsa má ekki skilja eftir þegar ný heilsusamleg stefna er sett af stað.

Ég held það muni aldrei nokkurntímann vera einfalt að halda sig á beinu brautinni, freistingar allstaðar. En þá þarf maður í staðinn að læra vera sterkari en svo og halda ótrauð áfram.

Til að öðlast árangur, verðum við fyrst að trúa því að við getum það!

Gerðu alltaf þitt besta, þú uppskerð það sem þú sáir.

Ef þú byrjar daginn með opnum og jákvæðum hug. Ekkert getur stöðvað þig.

Ræktaðu barnið í sjálfum þér, það færir þér hamingju fram yfir gull.

Hlustaðu á náttúruna. Lærðu að meta fegurð. Virtu hugboð þín varðandi liti, mynstur og form. Skapaðu umhverfi sem laðar að hamingju og gæfu.

Og að lokum þá skulum við muna að:
„Í heilsusamlegum lífstíll þá þarf maður að fara tvö skref fram og eitt afturábak“

Gleymum ekki heilsunni í desember. Látum ekki jólaundirbúninginn og jólastressið taka af okkur andlegu og líkamlegu heilsuna. Minnum okkur reglulega á að njóta augnabliksins, næra okkur vel, drekka vatn og slaka á!

cropped-namealdis.jpg

49169651_377706902789165_6877152705811316736_n

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s