Ekki taka sjálfa/n þig of alvarlega annars verðuru bara leiðinleg/ur!

Stundum á maður það til að gleyma sér í sínum eigin þönkum. Finnast maður vera einn með sín vandamál en sannleikurinn er sá að allir hafa sína djöfla að draga! Hver einasta manneskja sem þú kynnist lendir í hnjaski einhvern tímann á lífsleiðinni.

Það er auðvelt að gleyma sér þegar vel gengur og er maður fljótur að dæma aðra án þess að vita sögu þeirra, hvað einstaklingurinn hefur séð og orðið fyrir. Það sést ekki á öllum að þeim líður illa og hvaða barráttu einhver er að glíma við því þeir sem kveljast mest segja síður frá.

17657750
Staldraðu við, brostu og hlustaðu, þú gætir lært eitthvað nýtt. Það sem þú gefur frá þér færðu til baka, bæði uppá gott og vont!
giphy
Oft þarf að minna sjálfa/n sig á hvað maður er heppinn. Vertu þakklátari fyrir það sem þú hefur og láttu fólkið í kringum þig vita að þú elskir það.
7221749
Brostu meira til fólks og sýndu almenna kurteisi

Vertu góður við náungann (góðmennska kostar mann ekki neitt!)

Gun
Vertu duglegri að gefa þér og öðrum hrós! Líttu í spegilinn og segðu við sjálfa/n þig „damn þú ert sexy!“.

Það eru þessir „litlu hlutir“ í lífinu sem skipta mestu máli. Jafnvel eitt lítið bros og að bjóða einhvern góðan daginn gæti breytt og bætt dag einhvers!

tenor (3)

„Ekki taka sjálfa/n þig of alvarlega annars verðuru bara leiðinleg/ur og lífið er of stutt til þess!“- Sjana Rut ♥

sjanarutlogo

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s