Undrameðferðin Amazon Keratín

Ég var svo ótrúlega lánsöm að á afmælisdaginn minn þann 18.nóv var mér boðið að kíkja á hann Hermann minn í Modus í keratín meðferð! Hef aldrei á ævinni fengið jafn mikið dekur á afmælisdaginn minn og ekki skemmir það fyrir hvað Hermann er algjörlega hann sjálfur og frábær.

Mig langar að byrja á að segja ykkur aðeins frá því hvað meðferðin gerir. Meðferðin inniheldur allskonar andoxunarefni og vítamín sem veitir hárinu raka og nauðsynleg næringarefni, einnig fitusýrur. Það byggir upp skemmt og þurrt hár svo að eftir meðferðina verður hárið slétt, rakaríkt, mjúkt, næringarríkt og alveg eins og nýtt. Þvílíkur gljái sem kemur á hárið og það verður svo heilbrigt!

fullsizeoutput_15f4

Eins og sést alvarlega á þessari mynd er hárið mitt þurrt, „frissy“ og hálf líflaust ef ég er hreinskilin. Hermann byrjaði á því að nota sérstakt sjampó til þess að hreinsa allt hárið af parabeni, súlfati og sílikon, eða eins og við segjum bara þessi eiturefni sem eru í sumum sjampóum. Eftir það settist ég í stólinn og hann bar efnið í allt hárið vel og leyfði því svo að liggja í smá stund áður en blásið var hárið. Eftir blástur sléttaði hann svo hárið á mér til að láta efnið eins langt inní hárið og mögulegt er.

IMG_3059

Ég varð svo ótrúlega hissa þegar þetta var búið. Ég held ég hafi aldrei verið jafn orðlaus yfir einhverri meðferð á ævinni. Mér leið eins og ég væri með silki á höfðinu en ekki hár og ég fann líka bara hvað hárinu mínu leið vel. Ég veit þetta hljómar ýkt, en ef þið skellið ykkur þá skiljiði svo mikið hvað ég meina þegar þetta er búið. Þetta er svo innilega þess virði. Kostar á bilinu 22.000-55.000 og endist í 3-6 mánuði! Ég veit að einnig er verið að bjóða uppá keratín þvott  sem er ódýrari og endist í 3-6 vikur. Ég held að það sé á um 17.000kr, en auðvitað er bara best að senda þeim fyrirspurn á annaðhvort hárvörur.is facebook-síðunni eða á harvorur.is á snapchat.

Ég er allaveganna innilega hamingjusöm með nýja hárið mitt, já og ég segi nýja hárið mitt því það hefur aldrei verið svona heilbrigt og glansandi og mjúkt. Ég þakka elsku Hermanni fyrir þessa undrameðferð sem hann gerði í mig ♥ 

Screen Shot 2018-11-10 at 19.52.44

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s