Sjana, heitirðu það?

Hæ! Ég heiti Sjana Rut eins og titillinn gefur til kynna en ég er nýjasti meðlimurinn hjá uglur.is!

Ég er 20 ára Söngkona, lagahöfundur og sjálflærð listakona og hef rosalega mikla ástríðu fyrir tísku og förðun og á alveg yndislegan kærasta. Ég hef tekið þátt í ýmsum viðburðum og keppnum svo sem The Voice Ísland 2017, Söngkeppni framhaldsskólanna 2015 og 2016 og Músíktilraunum 2017 svo eitthvað sé nefnt! 😊

46107012_329997237554144_485876400222371840_n

Nafnið

Fyrir þá sem eru að velta því fyrir sér, að þá já! Ég heiti Sjana!
Ég fæ allskonar spurningar á hverjum einasta degi varðandi nafnið mitt eins og

„Ertu íslensk?“  –„Heitirðu í alvörunni Sjana?“  –„Hvaðan kemur nafnið þitt?“
„Er þetta prentvilla á nafnspjaldinu þínu?“  -„Varstu virkilega skírð á Íslandi?“.

Já ég gæti talið endalaust upp af fyndnum og skringilegum spurningum sem fólki hefur dottið í hug!

Sjana er yfirleitt stytting eða gælunafn fyrir nafninu „Kristjana“. Ég var skírð Sjana í höfuðið á langömmu minni sem hét Kristjana en hún var ávallt kölluð Sjana. Ég var fyrst á Íslandi til að vera skírð Sjana og var „eina Sjana“ á Íslandi en í dag erum við 3 sem bera sama nafnið (samkvæmt þjóðskrá).
Ég er samt sú eina í heiminum sem heitir Sjana Rut! Og fæ vonandi að halda þeim titli!

13350405_1589552854676914_1334987107587243282_o45662319_354647761747336_1600852495834284032_n

Ég og bróðir minn gerum alla tónlistina okkar sjálf alveg frá grunni og erum sjálflærð í því sem við gerum. Bróðir minn NumerusX er producer, lagahöfundur og gítarleikari og tekur upp og vinnur öll lögin okkar. Við semjum bæði okkar eigin lög og skiptumst á hugmyndum og skoðunum! En fyrir stuttu gáfum við út hressandi EP plötu sem heitir „Show me your truth“ sem fékk rosalega góðar viðtökur! Platan hefur fengið meira en 230.000 hlustanir á Spotify!

Ég er núna loks hluti af uglur.is og er ótrúlega spennt fyrir komandi tímum Hlakka til þess sem er framundan! 😄❤️

14525100_1750535855245279_4229927747716547843_o

Instagram: @sjanarutofficial
Snapchat: @sjana98
Facebook: @sjanarut

sjanarutlogo

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s