Motivation: Ekkert í þessu lífi er gefins!

Ekkert í þessu lífi er gefins og lífið er stutt.

Sama hvaða áskoranir lífið býður okkur upp á þá verðum við að muna að við náum aðeins árangri ef við vinnum fyrir honum. Langar þig að klára stúdentinn eða fara í háskólanámið sem þig hefur alltaf dreymt um? Langar þig í nýja vinnu? Læra nýtt tungumál? Ná árangri í ræktinni? Taka matarræðið í gegn? Koma andlegu hliðinni í gott ástand? Eignast nýja vini? Halda góðu sambandi við fjölskylduna? Læra á hljóðfæri eða syngja eins og engill?

Þá þarftu að vinna fyrir því.

Oft bíðum við og bíðum og bíðum og bíðum eftir að tækifærin detti bara upp í hendurnar á okkur. Á endanum höfum við beðið svo lengi að tíminn flýgur framhjá okkur. En lífið er stutt og það er ekki eftir neinu að bíða. Það þarf bara að setjast niður og setja sér markmið. Hvað þarf ég að gera til þess að láta drauminn rætast? Hvað þarf ég að leggja á mig? Hvernig ætla ég að fara að því?

En svo er að vinna vinnuna og það gerir það enginn nema þú.

Stundum er stígurinn ansi brattur og stundum sér maður ekki fyrir endann á göngunni. Þá er gott að staldra við og líta til baka. Hvað er ég komin langt frá því að ég byrjaði? Hvaða árangri hef ég þegar náð og hvernig get ég bætt mig enn frekar? Uppfærðu markmiðin þín reglulega í samræmi við árangur. Það er ekkert að því að hrasa og gera mistök, en það sem skiptir máli er að vega og meta hver árangurinn er orðinn og halda áfram, sama hvað. Aldrei gefast upp!

Þú getur allt sem þú vilt!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s