Gettu hver? Já ég, komin aftur!

Ohh hvað þetta er dásamlegt! Komin aftur, nákvæmlega þar sem ég á heima…. HÉR 💖

Ég hvarf svolítið af yfirborði jarðar í sumar þegar heimurinn minn hrundi í lok apríl. Við tóku skelfilega erfiðir mánuðir af þunglyndi, geðveiki, kvíða, meðvirkni, skömm og því miður náði ég ekki að höndla það. Ég datt í það í 4 daga. Eyðilöggð, brotin og sár við sjálfa mig, reif mig uppúr þessu og leitaði mér hjálpar.

Það sem ég er svo innilega þakklát hvað það voru margir sem gripu mig þegar að ég féll og hvöttu mig áfram, því annars hefði þetta alls ekki farið svona vel! Tekin var sú ákvörðun að slíta sambúð og við tók rosalega mikil andleg og geðræn vinna.

IMG_2658

Ég var gjörsamlega andlega búin eftir stanslaust stríð við fíkilinn og ein að sjá um ungabarn, ég var mjög nálægt því að missa alveg geðheilsuna og fara á taugum. Ég  horfði í augun á sjálfri mér og sá að ég þurfti að leita mér geðrænnar aðstoðar, komst sem betur fer fljótlega inná Göngudeild Geðdeildar hérna á Akureyri, ásamt því að fara á sjálfsþekkingar-/sjálfsstyrkingarnámskeið hjá Vanadís og meðvirkninámskeið hjá SÁÁ sem er búið að gera undur. Nei, þið skiljið ekki hversu mikil sálræn breyting er á mér, en það er seinni tíma saga elsku þið 💖 Ég held ég hafi aldrei á ævinni verið jafn hamingjusöm og ég er í dag… og það er bara vegna þess hvað ég er að leggja mikla vinnu í lífið og sálina. Ég er svo innilega spennt fyrir komandi skrifum og tímum með ykkur hér, já og auðvitað á snapchat-inu góða líka.

Screen Shot 2018-11-10 at 19.52.44

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s