Lífið

Kæra yngri þú.

Kæra yngri þú.

Þú varst svo sterk. Þú gekkst í gegnum margt sem krakkar á þínum aldri hefðu aldrei átt að þurfa að ganga í gegnum. Móðir þín greindist með Geðhvarfasýki þegar þú varst aðeins þriggja ára. Þegar þú varst í grunnskóla fór hún nokkrum sinnum inn á spítala til að fá aðstoð vegna hún vissi að þyrfti aðstoðina. Þú hafðir margoft verið lögð í einelti, vegna þess hvernig þú klæddir þig,hvernig hárið var,hvernig þú talaðir.

Ef ég gæti snúið til baka og upplifað þessi ár aftur þá myndi ég vilja geta svarað fyrir sjálfan mig. Ég vildi að ég hefði orðið nógu sterk og ekki látið krakkana ekki komast upp með að segja svona hluti um mig. En því miður var ég svo blind og tók ekkert eftir að einelti var í gangi, vegna þess að ég vissi þá ekki af því að hvað einelti var. Sem betur fer fattaði ég að lokum hvað væri í gangi og fattaði að þetta var aðeins alvarlegra en bara stríðni.

Það var ekki ég sem fattaði að þetta var einelti, heldur gat ég fattað að þetta var einelti vegna allra forvarna umræðurnar sem voru í gangi í skólanum. Ég gat þá fattað að þetta var aðeins alvarlegra en ég bjóst við.

Ég er samt mjög þakklát fyrir allt fólkið sem stóð upp fyrir mér í staðinn fyrir mig þegar ég áttaði mig ekki á því hvað væri í gangi, og þá sérstaklega foreldrana mína.

Enginn á skilið að vera lagður í einelti, sama hver sagan á bak við manneskjuna er eða hvað hún hefur gert. Tökum okkur saman í andlitinu og verum góð við hvort annað.adine-kirnberg.regular

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s