Elsku þú

Elsku 16 ára ég.

Múrinn í kringum þig er varnartæki sem þú sérð illa yfir í dag, ég veit það. Þegar sjálfsmyndin er bjöguð og hugsunin sú að einangrunin sé algjör er erfitt að sjá að framtíðin geti falið í sér tól og tæki til þess að brjóta múrinn niður. Þú ert leitandi, þú vilt vera sjálfstæð og einstök en á sama tíma þráirðu að tilheyra, fá athygli, vera metin að verðleikum.

Þegar hann veitir þér athygli þiggur þú hana með þökkum. Þú veist að hún er kannski ekki alveg eðlileg, jafnvel svolítið bönnuð. Jafnvel svolítið mikið bönnuð. En þú þráir athyglina, svo þú þiggur hana.

Næstu ár einkennast af tilfinningalegum rússíbana þar sem þú sveiflast á milli þess að fljúga í hæstu hæðum og þess að vera eins og dýr sem horfir fram á bílljósin nálgast. Alltaf hrædd. Hættir að sofa.

Veltir fyrir þér hver sé munurinn á ást og þráhyggju.

Hann byggir þig upp en hann rífur þig niður jafnóðum. Lúmskur, hótar þér til dæmis ekki í eiginlegri merkingu heldur hótar því frekar að drepa sig.

Þú hefðir átt að hlaupa. Þú hefðir átt að átta þig á aðstæðum. Þú hefðir átt að drekka minna. Þú hefðir átt að vita betur.

En elsku þú.

Þú berð ekki ábyrgð.

Þó þú sjáir það ekki fyrr en næstum áratugi seinna. Þó þú verðir að stíga út fyrir sjálfa þig og horfa á aðstæðurnar utan frá til þess að sjá það. Þó þú eigir enn erfitt með að viðurkenna það.

Þú berð ekki ábyrgð.

Múrinn fellur.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s