Nytsamlegar vefsíður fyrir byrjendur í forritun

Fyrir þá sem ekki vita er ég í meistaranámi í máltækni við Gautaborgarháskóla. Máltækni er blanda af forritun og málvísindum og tilgangur hennar er að samræma mannlegt mál og forritun, þ.e.a.s. að fá tölvur til að skilja og túlka rétt mannlegt mál. Þetta nýtist til dæmis þegar við notum rafrænar þýðingar á borð við Google translate, þegar við tölum við tölvuaðstoðarmenn á borð við Siri, Cortana eða Alexa og þegar við fáum upp tillögur að orðum byggðar á því sem við höfum skrifað áður (auto-correct eða predicted text). Ég er byrjandi í forritun, enda er námið opið bæði fyrir þá sem hafa grunn í forritun og þá sem hafa grunn í málvísindum, en á síðastliðnum mánuði eða svo hef ég fundið ýmsar vefsíður sem geta hjálpað manni að læra forritun heima í stofu.

Code academy

Hér er hægt að fara í gegnum gagnvirkar æfingar til að æfa sig í forritun. Code academy gerir ráð fyrir að maður sé byrjandi og leiðir mann í gegnum æfingarnar með góðum, byrjendavænum upplýsingum en gefur manni samt tækifæri til að spreyta sig við æfingar. Mjög sniðug leið til að byggja upp grunn að meiri þekkingu.

Python programming

Hér er hægt að finna allskonar leiðbeiningar um hvernig forritunartungumálið Python virkar. Kennslumyndbönd og aðstoð við að laga villur og annað, þetta er allt þarna undir basics og síðan er hægt að fara í flóknara efni þegar maður er kominn með grunninn á hreint.

Think Python kennsluefnið

Aðal kennslubókin í inngangsnámskeiðinu mínu er fáanleg á netinu og kostar ekki krónu. Hér eru allskonar upplýsingar og æfingar sem er hægt að æfa sig á til þess að komast að því hvað Python forritunarmálið býður upp á.

NLTK kennsluefni

NLTK (natural language processing toolkit) er risastór viðbótarpakki fyrir Python með allskyns gögnum sem nýtast í máltækni. Hér er kennsluefni um NLTK sem leiðir mann líka í gegnum grunninn í notkun Python.

Sentdex á Youtube

Allskyns kennsluefni um forritun, allt frá byrjendaefni um hvernig skal nota Python og kennslumyndbönd um NLTK, yfir í kennslumyndbönd um hvernig er hægt að nota Python í fjármálageiranum, hvernig er hægt að nota Python í deep machine learning og svo framvegis. Vel útskýrðar og þægilegar leiðbeiningar.

Góða skemmtun.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s