Lífið

Líf þitt er einstakt, njóttu þess.

Síðast liðin ár hef ég verið með mikil einkenni af þunglyndi og kvíða. Fyrir umþað bil tveimur árum ákvað ég loksins að gera eitthvað í því og leita mér að aðstoðar, eða svonan réttara sagt kom systir mín áfram og hjálpaði mér að leita mér aðstoðar.

Fyrir nokkrum mánuðum eftir að hafa verið sirka eitt og hálft ár á lyfjum við mínum geðsjúkdómum þá fann ég að ég er að falla aftur í lélega sjálfsmynd og mikið þunglyndi. Ég var farin að ákveða ég væri ekki nógu góð fyrir fólkið í kringum mig og reiðisköstin koma og fara án þess ég vissi af.

Ég sýndi lítinn áhuga á að hitta vinkonurnar mínar og vera með þeim dagsdaglega og sýndi meiri áhuga á að vera annað hvort bara heima eða að vinna. Ég persónulega fannst miklu skemmtilegra að vinna heldur en að vera með vinkonum mínum.

Fyrir nokkrum vikum ákvað ég að þetta væri ekki að þýða lengur og fór bara að líta á mig í spegill og ákvað: þessi dagur verður góður og þú ætlar aðeins að vera jákvæð í dag!

Það kom mér aðeins áfram á daginn en á sumum dögunum var ég bara mjöög óheppin. Vinir mínir geta alveg vel staðfest það. En það sem ég er að fara með inn í þessari færslu er að það skiptir svo miklu máli að hugsa um geðheilsuna sína alla daga og láta hana alltaf koma í fyrsta sæti. Það skiptir einnig miklu máli að þegar manni líður ekki vel að hafa fólk í kringum sig og hlustar á mann kvarta og leyfir manni það alveg. Það er í lagi að gráta þegar manni líður ílla,það koma slæmir dagar og það koma einnig góðir dagar.

Mestu skilaboðin mín með þessari færslu, eru ef vinur þinn eða vinkona líður ílla, hlustaðu á hann/hana, vertu til staðar.. það gerir meira en þú heldur.

adine-kirnberg.regular

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s