Nokkur atriði til að hafa í huga þegar þú flytur til annars lands

lvx0oci

1. Nýttu alla viðburði sem eru í boði til þess að kynnast nýju fólki

Það er erfitt að vera einn í nýju landi. Maður þekkir fáa eða engan, talar kannski ekki tungumálið í landinu, þekkir ekki borgina eða þorpið og svo framvegis. Þá er um að gera að nýta sér skipulagða viðburði. Oft eru ótal viðburðir í gangi fyrir nýnema svo nýttu þá ef þú ert í námi! Ég get lofað þér því að á slíkum viðburðum (tala nú ekki um ef þeir eru fyrir erlenda nýnema) er fullt af fólki sem er í sömu vandræðum og þú og vill ekkert frekar en að eignast nýja vini. Ef þú ert ekki í námi, nýttu þér þá viðburði sem eru í boði t.d. á vegum borgarinnar fyrir nýbúa. Oft eru tungumálanámskeið eða annað slíkt í boði fyrir einstaklinga sem eru nýir í samfélaginu. Ef ekkert slíkt er í boði, finndu til dæmis kaffihúsahittinga eða tónleika. Ég mæli með appi sem heitir Meetup, þar er hægt að finna annað fólk í svipuðum pælingum byggt á áhugamálum. Couchsurfing appið býður líka upp á valmöguleika sem heitir hangout, þar er hægt að finna fólk sem hefur áhuga á að hittast og kynnast nýju fólki. Passaðu bara að hittast á opnum vettvangi (þ.e. þar sem annað fólk er til staðar ef viðkomandi manneskja reynist vera rugludallur).

190fa9

2. Nýttu tungumálanámskeið sem eru í boði!

Það munar öllu að hafa einhvern grunn í tungumálinu sem er talað í landinu. Nýttu öll tungumálanámskeið sem eru í boði til þess að ná a.m.k. einhverjum grunnorðaforða. Í sumum löndum kemst maður ekkert upp með að tala bara ensku, í öðrum löndum getur maður komist upp með það en maður verður alltaf útlendingur nema maður tali sama tungumál og fólkið í landinu. Mörg lönd krefjast þess líka að maður tali tungumál innfæddra til þess að finna vinnu, svo því fyrr sem maður byrjar að læra því betra. Nýttu líka öpp eins og Duolingo á meðan þú ert að æfa þig. Passaðu þig líka vel á því ef þú ferðast með öðrum Íslendingum að einangra þig ekki bara með þeim. Því meira sem þú treystir á tungumál sem þú kannt, því lengur ertu að læra tungumálið sem þú ert að reyna að læra.

bureaucracy-bureaucracy-everywhere-14xsrb

3. Kynntu þér alla pappírsvinnu sem þú þarft að klára sem allra fyrst

Stundum þarf maður að sækja um landvistarleyfi. Stundum þarf maður að sækja um námsleyfi. Stundum þarf maður að sækja um atvinnuleyfi. Stundum þarf maður að sækja um kennitölu. Stundum þarftu að skila inn fjármagnsáætlun um það hvernig þú ætlar að framfleyta þér í þann tíma sem þú ætlar að vera í landinu. Kynntu þér allt sem þú þarft að sækja um sem allra fyrst vegna þess að því fyrr sem þú klárar það, því fyrr hættirðu að rekast á veggi vegna þess að þú ert útlendingur. Ekki gleyma heldur að leita þér að húsnæði sem allra fyrst. Það er ekki gaman að standa uppi húsnæðislaus í nýju landi.

1tltnov

4. Mundu að það verða alltaf leiðinlegir tímar

Sama hversu ótrúlega gaman það er hjá þér almennt og sérstaklega þegar þú ert nýkomin/n til landsins þá verða alltaf stundir þar sem þú ert að drepast úr heimþrá og allt er hundleiðinlegt. Ekki gefast upp, mundu að þetta mun lagast á endanum. Taktu bara smá tíma í að grenja og hringja heim í ættingja og vini. Stattu svo upp og drífðu þig út á skipulagðan viðburð og reyndu að kynnast nýju fólki.

3gq5cu

5. Ekki gleyma að njóta!

Að flytja til annars lands er skemmtileg og gefandi reynsla sem þroskar mann ótrúlega sem einstakling. Ekki gleyma að njóta þess því þetta er reynsla sem þú munt aldrei gleyma og gæti jafnvel verið skemmtilegasti tími lífs þíns!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s