Uppáhalds Youtube rásirnar mínar

Harry Potter Folklore

Ég er Harry Potter nörd eins og flestir af minni kynslóð. Þessi rás inniheldur allskonar pælingar og kenningar varðandi þessar sígildu bókmenntir, þar af margar sem mér hefði aldrei dottið í hug ef ég hefði ekki séð þær á þessari rás.

SciShow

Allskonar vísindalegar pælingar og fróðleikur. Þarna má meðal annars finna svarið við spurningunum hvort Youtube sé að valda ADHD í okkur öllum, hvers vegna við finnum fyrir fiðrildum í maganum þegar við erum spennt eða stressuð og hvort gæludýr geti verið með ofnæmi fyrir fólki.

SuperCarlinBrothers

Allskonar kenningar og pælingar varðandi allskyns bíómyndir, þætti og tölvuleiki. Hér má finna skemmtilegar staðreyndir og kenningar varðandi t.a.m. Harry Potter, Star Wars, Pixar og Disney. Svo eru allskonar fyndin myndbönd eins og t.d. Google autofill leikurinn þar sem ókláraðri spurningu er varpað yfir á Google og svo farið í gegnum stafrófið til þess að klára spurninguna sem gefur oft mjög fyndnar niðurstöður.

Vegan Black Metal Chef

Old but gold. Vegan black metal chef er nákvæmlega það, vegan kokkur sem setur inn allskonar girnilegar vegan uppskriftir á Youtube, nema hvað að hann setur þær allar fram sem black metal lög.

HowToBasic

Hefurðu einhverntíman velt fyrir þér hvernig þú eigir að gera ramen núðlur, hvernig þú eigir að breytast í kjúkling eða hvernig þú eigir að greiða þér eins og Donald Trump? Hér eru svörin… njóttu vel.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s