Þar sem ég er förðunarfræðingur þá ætla að ég að reyna gera svona „mínar uppáhalds vörur“ mánaðarlega en þar sem sumarið er að klárast þá ætla ég að gera eina svona færslu fyrir allt sumarið.
1.

Þessi farði er búinn að vera algjör snilld í sumar. Maður getur byggt hann upp eins og maður vill en maður verður samt ekki eins og eitthver kaka í framan.
2.

Ég er búinn að vera í miklu veseni að finna minn uppáhalds primer en so far þá er þessi að gera mjög góða hluti.
3.

Þessi hyljari er mikið must að eiga í snyrtibuddunni. Þarf ekki einu sinni að segja meir.
4.

Ég fékk þetta í skólanum þegar ég var að læra förðun. Þetta púður mun ég klárlega kaupa aftur þegar það klárast!
5.

þessi palleta er mikið notuð þegar ég er bæði að skyggja mig og þegar ég er að setja hyljarann. Nota þá yfirleitt banana litinn sem er í eftri línu.
6.

Þetta er annar bronzerinn sem ég prufa og þetta so far besti sem ég hef prufað. Svo skulum við ekki einu sinni ræða lyktina. yummiiiiiii…
7.

Þessir er svoooo cute sérstaklega í sumar þar sem hann gefur svo fallegann ljóma. Hann er búinn að gera förðunina svo sæta.
8.

Þessi palleta mun og verður alltaf í uppáhalds fyrir öll tilefni. No more words needed
9.

Ég hef prufað marga maskara yfir æfina og ég er aðeins 21 árs.. þetta er eini sem heldur augnhárunum uppi. Mín augnhár eiga mikið til að leka niður strax en þessi heldur þeim allann timann uppi.
10. Síðast enn ekki síðst.

Besta rakasprey sem ég hef fundið. Húðin á til að þorna mikið þegar sólin kom og líka bara í rokinu. Þetta sprey er að fara virka allan ársins hring.
Þangað til næst!!