Hvað er PCOS?
PCOS svonefnt fjölblöðrueggjastokkaheilkenni er þegar konur mynda blöðrur á eggjastokkum í stað þess að fá egglos. í flestum tilfellum eru konur með allt að þrisvar sinnum þykkari eggjastokka en venjulega og með margar litlar blöðrur á þeim,það er þó ekki til staðar hjá öllum konum með PCOS.
Einkenni eru mjög mismunandi milli einstaklinga, bæði hvaða einkenni koma fram og hversu alvarleg þau eru.
fyrstu merkin eru oft erfiðleikar við að verða ófrísk,ófrjósemi og/eða óútskýrð þyngdaraukning. Óregla á blæðingum er algengt og auknir karlhormónar fylgja oftast, getur það leitt til einkenna svo sem auki líkams hárvöxtur,slæmra húðar(bólur) og hárlos.
Greining byggist á sjúkrasögu, almennri líkamsskoðun(svo sem hæð, þyngd og blóðþrýstingsmælingu) ómskoðun á eggjastokkum og legi. einnig er skoðað blóðprufur til að mæla til dæmis kólesteról,blóðsykur og hormóna í blóði.
um 20% kvenna á íslandi eru greindar með PCOS.
Auk þeirra einkenna sem ég hef talið er algengt að PCOS konur finna fyrir
- Mikilli fyrirtíðarspennu.
- miklum túr/egglosverkjum.
- Uppþembu (verða auðveldlega úþanin)
- Erfileikum við að léttast og auðvelt með að þyngjast.
- Sársauka við það að blöðrunar springa.
- aukna svitamyndun .
- Erfitt að finna fyrir seddu.
- Mikla löngun í sykur og kolvetni.
- Sveiflur í blóðsykri.
- Skapsveiflur.
- allskonar innkirtla vandamál.
Sjálf greinist ég með P.C.O.S 2013 og finn fyrir mikið af hlutunum talið hér upp ,
Meiri hlutin af konum með þennan sjúkdóm finna fyrir erfiðleikunum sem fylgja honum daglega sem getur verið mjög erfitt.
Þegar að það kemur að því að langa í barn getur það tekið mjög langan tíma og algengt að konurnar þurfa að fara á lyf sem ýta undir blæðingar og eða egglos.
Ég mæli eindreigið með þessari grein eftir Einar Inga stofnanda Alpha gym
PCOS- konur eru ekki bara “litlir karlar“