Eins og flest fólk í kringum mig vita þá er ég lærður förðunarfræðingur… ég útskrifaðist úr Mood Makeup School 13 Mai 2016.Ég lærði rosalega mikið úr þessum skóla bæði að vera mikið í kringum fólk og læra allskonar farðanir… ég hélt persónulega áður að ég kynni slatta… en svo var víst ekki.Skólinn er 8 vikur sléttar og lærðum við allskonar farðanir, t.d tímabilafarðanir(20’s,30’s og lengra áfram) á þessum 8 vikum.
Hér fyrir neðan eru myndir af förðunum eftir mig úr skólanum frá öllum tímum sem ég farðaði,einnig módel tímar.
Við fengum allskonar vörur frá skólanum sem var innifalið í skólagjöldunum.
Í okkar tösku var átta stakir augnskuggar, augnskuggapalleta, fjórir farðar, tveir varablýantar, tveir augnblýantar, púður, sólarpúður/skyggingarpúður, svampar, skæri, yddari, augnskuggaprimer, eyeliner, maskari, kynnalitur, tveir hyljarar, hreinsivatn, dagkrem, átta burstar.
Við fengum að læra frá svo mörgum mismunandi kennurum og mismunandi „tips & tricks“ frá hverjum og einasta kennara sem var mega næs.
Þegar ég útskrifaðist gekk ég ekki út full af reynslu heldur líka full af hamingju eftir að hafa kynnst svona mörgum og skemmtilegum stelpum!
Mig langar bara að þakka öllum sem kenndu mér í skólanum og höfðu þolinmæðina í mig og einnig þakka stelpunum aftur fyrir yndislegar 8 vikur í náminu.
Þangað til næst ♥♥
1 athugasemd við “Mood Makeup Shool – mín reynsla”