Lífið

Topp hlutir sem fólk í afgreiðslu ættu að kannast við!!

Ég hef verið vinna í afgreiðslu síðastliðin 4 ár og hef verið að taka eftir nokkrum hlutum
sem fólk á til að gera þegar maður er að afgeiða það. Flestir punktarnir eru frá gömlu bloggi þar sem ég var að vinna í matvörubúð en eins og ég sagði í kynningarfærslunni minni þá vinn ég í mosfellsbakarí.
Ég ætla að gera nokkra punkta og skrifa aðeins við hvern punkt afhverju mér finnst þetta vera „helvíti“
*Afsakið ef þetta fer fyrir brjóstið ykkar en þetta er ekkert auðvelt ef það er endalaust af þessu* 🙂

 1. þegar fólk eru að kvarta yfir hvað verðið er hátt.Ókei sko.. við vitum alveg að verðið á sumum vörum eru dýrar en við afgreiðslufólkið  getum því miður bara ekkert gert í því. Við sjáum ekki neitt um verðið eina sem við sjáum um er að afgreiða á kössunum og fylla á hillurnar vörurnar.
 2. Þegar við sem erum yngri en 18 ára megum ekki selja sígarettur og við þurfum að kalla á einhvern sem er yfir 18 og fólk setja út á það. Við skiljum að ykkur finnst þetta vera asnalegt að vera með þessa reglur en reglur eru reglur og persónulega finnst mér þetta vera mjög fínar reglur en það getur auðvitað verið bið um að eldri manneskjan komi og stimpli þær inn. Já við megum sækja þær í skúffuna en nei við megum ekki stimpla þær inn. Þannig er það bara.
 3. Þegar fólk getur ekki gengið frá kerrunum eða þurfa skilja kerrurnar eftir eitthverstaðar í kringum kassann.Sum ykkar eru yndisleg og ganga frá kerrunum á sinn stað sem þær voru en aðrir láta kerrurnar alveg upp við vegginn sem myndar þá stíflu fyrir fólk sem eru að reyna komast framhjá kössunum. Það er ekkert erfitt að labba örfá skref í viðbót með kerrurnar og láta þær á sinn stað.
 4. þegar fólk eru að hugsa meira útí að tala við fólk heldur en að láta afgreiða sig.Við skiljum öll rosa vel hversu gaman það er að hitta þessa manneskju og allt það en ef þið gætuð bara vinsamlegast beðið með að detta inní djúpar samræður við kassan í 3 mínútur þá myndi ekki myndast svona röð fyrir bakvið ykkur og þið
  gætuð hafið ykkar samræður frammi sem kerrurnar eru eða eitthvað en bara vinsamlegast bíðið með þær eða takið pásu á meðan það er verið að afgreiða ykkur:)
 5. Þegar það er ekki látið skilti á milli hópa.Ef þið viljið ekki að það sé stimplað inn vitlausa vörur inn eða gleymt að stimpla inn eitthvað sem þið eigið látið þá skilti á milli við getum ekki fylgst með á kassanum hver var ykkar síðasta vara ef það er manneskja á eftir ykkur og það er ekkert skilti á milli. Við stimplum inn alveg þangað til að við sjáum skiltið og þá stoppum við.
 6. þegar byrjað er „poka takk“, þegar við spurjum fólk hvort það vilji poka og það svarar já en lýtur út fyrir að segja nei þrátt fyrir að við spurjum aftur, þegar það er sagt ég er með poka þú ættir að taka eftir því eða þegar það er spurt um poka og það segir já auðvitað ég ætla ekki að halda á þessu.Ókei þetta verður frekar langt. Þegar það er sagt poka takk strax það er það fyrsta sem fer á mínar fínustu en ég segi alltaf strax á móti „já góðan daginn“ og brosi eins og ekkert sé og fólk segir þá frekar hissa góðan daginn til baka. Þrátt fyrir að ég segi þetta á móti þá er þetta ekkert lítið pirrandi en mér finnst bara að fólk ætti að leyfa okkur að byrja á samtalið, þið getið beðið í 5 sek í viðbót þegar við spyrjum ykkur um poka :). Þegar við erum að spurja ykkur um poka þá væri fínt ef þið gætuð sagt aðeins skírara já eða nei. Við skiljum ekki þegar þið snúið bakið í okkur,talið niður eða eitthvað álíka. Þegar það er verið að segja við ættum að taka eftir því hvort þau væru með poka eða ekki þá er það ekkert hægt. Eigum við að fara í alla vasa ykkar eða kikja í körfurnar ykkar ? Við myndum auðvitað taka eftir því ef þið væruð haldandi á þeim en ekki ef þeir eru í vösunum eða í körfunni. Þegar það er sagt  auðvitað vil ég poka  ég ætla ekki að halda á þessu! Þá ókei flott þú vilt poka en kannski ertu með poka eða vilt glærann poka eða vilt poka, ég veit ekkert um það 🙂

 7. þegar eitthvað klárast í bakaríinu og fólk spyr „hvað er þetta ekki bakarí??“
  jújú þetta er bakarí en það er bara bakað ákveðið magn fyrir daginn því bakarnir mæta um miðja nótt til að baka svo fara þeir uppúr tvö.Þetta sem ég er að skrifa hérna fyrir ofan er pottþétt sem allt afgreiðslufólk er búið að lenda í svo ég er að mestu leyti bara að tala fyrir hönd okkar allra. Ég trúi ekki öðru en að flest afgreiðslufólkið eru líka búið að lenda í þessu. Ef þetta væri ekki svona þá værum við ekki svona andlega þreytt eftir vinnuna. Þetta er bara erfitt að mæta allskonar fólki en ég er alls ekki reyna gera mér rosa vonir en mér langar samt að gera vonir að fólk gætu breyst og verið meira kurteis og hugsað um fleiri sem eru þarna inni. 🙂Sjáumst seinna !- Valdís Ósk

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s