Netflix – mæli með

Ertu búin að skrolla upp og niður netflix og þér finnst eins og þú ert búin/n að horfa á allt sem varið er í? lestu aðeins lengra 🙂

Við kærastinn duttum inná belgíska þætti sem eru örugglega þeir LANG bestu sem við höfum séð. Ég viðurkenni ég var langt frá því að vera spennt yfir þættinum en ég ákvað að gefa einum þætti séns og við gátum hreinlega ekki hætt að horfa. Þættirnir heita TABULA RASA, eru Thriller þættir en hver þáttur er um klst og eru aðeins 9 þættir í seríunni, en þeir fjalla um unga konu sem þjáist af minnisleysi eftir slys og verður lykilatriði að mannshvarfi.  8,2 á IMDB

Næsti þáttur sem mig langar að deila með ykkur er SAFE. Þáttur sem kom mér skemmtilega á óvart, það er óvænt tvist í þættinum sem mér fannst virkilega skemmtilegt og gerði seríuna ekki fyrirsjáanlega. En þættirnir fjalla um lækni sem á tvær dætur og önnur þeirra hverfur og læknirinn og vinur hans gera næstum hvað sem er til þess að finna dótturina. 7,4 á IMDB

Ég er hinsvegar alveg dottin inn í The good wife. Ég veit þeir eru gamlir þættir en ég gaf þeim aldrei séns hérna áður fyrr sem ég skil ekki vegna þess að þetta eru þrusu góðir lögfræði drama þættir. 8,3 á IMDB

Þangað til næst,

 

Matilda-Telma

 

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s