Auður Birna, Lífið

Ekki gefa barninu mínu nammi og gos

Afhverju þarf fólk að troða nammi, súkkulaði eða gosi að barninu mínu endalaust? Hvað fær fólk útúr því að gefa annara manna börnum nammi og gos?

Ég er ein af þessum „vondu“ mömmum sem kæri mig ekki um það að litla barnið mitt sé að fá nammi að nokkru tagi eða sykraða drykki. Ég sé engan tilgang í því að fylla þennan litla líkama af þessum óþarfa. Ég er ekki að seigja að barnið mitt fái aldrei neitt sem er óhollt. Það er undir mér og pabba hans komið hvað hann fær og við tókum þá ákvörðun að hann myndi ekki fá nammi, súkkulaði, gos eða svala svona ungur. Hann er ennþá á þeim aldri að hann er glaður með að fá seríos eða vínber, einnig er til fullt af allskonar útfærslum af barna“nammi“ sem honum finnst æðislegt og mjög gott.

Ég verð alltaf jafn hissa á því hvað fólk verður hissa þegar við seigjum „nei við viljum ekki að hann fái súkkulaði strax“. Að mæta í veislur með barnið og þurfa stanslaust að fylgjast með því hvort það sé einhver að lauma einhverju í hann er óþolandi. Það á ekki að vera svona sjálfsagt mál að þú gefir 1 árs barni allan andskotan! „Bara aðeins að leyfa honum að smakka það sakar ekki“ Jú það getur víst gert það þar sem það er ekkert aftur snúið eftir eitt skipti.

Mér þætti svo vænt um það ef fólk gæti tekið tillit til þess hvað við ákveðum fyrir barnið okkar og fylgi þeim reglum sem við setjum tengdu honum. Ég gagngríni ekki fólk sem gefur börnunum sínum nammi frá unga aldri enda verða allir að fá að gera sitt.

Mjög sáttur með rjóma og kleinu í afmæli 🙂

Screen Shot 2018-06-07 at 14.23.01

Screen Shot 2018-06-07 at 14.24.14

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s