Útgáfusprengjan 20. apríl 2018

20. apríl 2018 var gríðarlega góður dagur fyrir unnendur metalsenunnar og þá sér í lagi hvað varðar doom og stoner útgáfur. Hér fyrir neðan er stutt yfirlit um það helsta sem kom út þennan dag.

Void Emissions – Morpholith

0013063919_10

Morpholith hafa komið gríðarlega sterkir inn í doom senuna á Íslandi undanfarið.
Void Emissions er fyrsta útgáfa þeirra, en þungt og þétt soundið á þessari þriggja laga plötu er sannarlega hlustunarinnar virði. Plötuna má finna á bandcamp.

The Sciences – Sleep

sleep-the-sciences

Eftir tæplega 20 ára hlé er loksins komin ný plata með stoner metal frumkvöðlunum í Sleep. Eins og flest tónlist sem sækir innblástur sinn til Black Sabbath er platan skreytt skynjunarbreytandi riffum og sólóum sem renna ljúflega í gegn við hverja hlustun.
The Sciences er að finna á Spotify.

Eat the Elephant – A perfect circle

aperfect-circle-eat-the-elephant-feature

Önnur stórtíðindi þessarar útgáfusprengju er fyrsta plata A perfect circle í 14 ár.
Eat the Elephant er frekar lágstemmd en þó eru nokkur lög inn á milli sem ættu að gleðja gamla aðdáendur þessarar alt-rock hljómsveitar, t.a.m. smáskifan TalkTalk sem hefur fengið töluverða spilun á X-inu undanfarið. Eat the Elephant má finna á Spotify.

Pinkus Abortion Technician – Melvins

melvins-pinkus-abortion-technician

Pinkus Abortion Technician með sludge rokkurunum í Melvins er í léttari kanntinum á þessum lista þrátt fyrir að skarta tveimur bassaleikurum, en á henni er gleðin í fyrirrúmi og flest lögin hljóma eins og þau hafi verið tekin upp í góðu partýi. Pinkus Abortion Technician má finna á bandcamp.

Aðrar útgáfur:

Debts of Aeons – King Goat
Lustful Vengeance – Serum Dreg
Family Tree – Black Stone Cherry
II – Dark Buddha Rising

7fe4ba863b0367afa333c30d60a781e5--musica-metal-power-metal

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s