Auður Birna, Lífið

Erfið brjóstagjöf og pelabarn

Brjóstagjöfin gekk brösulega nánast frá byrjun. Gabriel Björn fékk aldrei nóg hjá mér þannig strax þegar hann var um 32 tíma gamall fékk hann pela með þurrmjólk í. Mér fannst ég fá litla sem enga hjálp með þetta þegar ég var uppá fæðingardeild og enginn af ljósmæðrunum sem t.d. benti mér á að pumpa mig eða prufa að nota mexíkóhatt. Ég fékk rosalega slæm sár og þurfti að sleppa því að gefa honum brjóst í 2 daga til að reyna að gróa aðeins! Eftir um viku fór þetta loksins að ganga þokkalega, ég þurfti alltaf að nota mexíkóhattinn sem ég mæli klárlega með! Ég hefði ekki getað gefið brjóst án hans. Gabriel Björn fékk samt alltaf pela með þar sem ég einfaldlega framleiddi ekki nóg fyrir hann sama hvað ég reyndi! Um 2 mánaða hætti hann að vilja brjóst, það var alltaf endalaus barátta að reyna að fá hann til að vilja brjóstið og ég var farin að kvíða því á milli gjafa að þurfa að taka þennan slag aftur eftir smá stund! Eftir erfiða daga og miklar pælingar ákvað ég að hætta með hann á brjósti en samt pumpa mig til að hann fengi ennþá smá brjóstamjólk með þurrmjólkinni. Ég fékk ca 15-40 ml í hvert skipti sem ég pumpaði mig og það minkaði með hverjum deginum sama hvað ég reyndi. Á endanum var ég farin að fá ca 5ml þá hætti ég og gafst upp þetta bara var ekki að gerast!

18403511_10210287511997564_4149367461875650021_nFyrsta pelann gaf Bjarni Snær stóri frændi

Það sem mér fannst í raun erfiðast við þetta var afskiptasemin frá öllum! Sem ég veit að maður á ekki að hlusta á en það er mjög erfitt þegar þú ert nýbökuð móðir. Ég átti mjög erfitt með að gefa honum brjóst á meðal fólks, nema Hauks, mömmu, pabba o. En í hvert einasta skipti sem ég gaf barninu pela fékk ég að heyra „hvað ertu ekki með barnið á brjósti?!“ Ég man t.d. í skírninni þá var kona sem labbaði uppað mér fyrir utan kirkjuna og sagði „hæ ertu ekki ennþá með hann á brjósti?“ Hvað í fjandanum kemur það fólki við? Afhverju þarf fólk alltaf að spurja að þessu þegar það hittir konu með ungabarn? Hvað í fjandanum kemur það þér við hvort Jóna útí bæ sé með barnið sitt á brjósti eða ekki? Skiptir engu máli hvernig þú tengist manneskjunni ef hún vill seigja þér frá brjóstagjöfinni þá gerir hún það annars ekki!

IMG_6178

Ég fékk líka að heyra það oftar en einu sinni að þetta væri einfaldlega bara mér að kenna að hann vildi ekki brjóstið „auðvitað þú gafst honum pela!“ Mér fannst betra að barnið mitt væri ekki að svelta þess vegna valdi ég pela ég gat ekki horft uppá barnið svangt endalaust. Þó að brjóstagjöfin hefði ekki gengið eins og ég óskaði þess að hún myndi gera er ég þakklát fyrir þessa um 3 mánuði sem ég fékk en aftur á móti sé ég ekki eftir því að hafa gefið pela og hef aldrei séð eftir því! Gabriel Björn er mjög hraustur og hefur aðeins 3 sinni orðið veikur og það 11 mánaða gamall! Hefur aldrei orðið veikur eftir sprautur eða neitt svoleiðis.

Auður Birna

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s