Fjölskyldufyritækið Unalome

Ég eignaðist um daginn gullfallega hauskúpu frá eiganda Unalome henni Lindu Sæberg og hef sjaldan séð neitt fallegra!

En hugmyndin um Unalome fæddist þegar Linda og fjölskyldan hennar ferðuðust um Balí árið 2017 með 3ja mánaða son þeirra og 10 ára dóttir. Þau kolféllu fyrir hæfuleikaríku og dásamlegu fólki sem býr á Balí og allri þeirri list sem býr í menningu þeirra þannig þau ákváðu að deila því með þeim sem þau gátu.

Þau kynntust tveimur fjölskyldum sem hanna og búa til þær vörur sem fást á http://www.unalome.is og eru allar vörurnar handunnar þegar fjölskyldumeðlimir stórfjölskyldunnar koma saman og vinna hörðum höndum að þeim.

Flutningur á milli Balí og Íslands

Fjölskylda Lindu kaupa vörurnar milliliðalaust frá Balí og eru í sterku vinasambandi við þessar tvær fjölskyldur, annarsvegar þær sem gera kúpurnar og hinsvegar þær sem gera hengin. Það tekur um 2-3 mánuði að fá vörurnar frá Balí og samskiptin oft mjög erfið og seinleg til þeirra að sögn Lindu. Ferðalagið er mjög langt og erfitt fyrir vörurnar, en t.d. brotnuðu rúmlega helmingur kúpanna þeirra á leið sinni til Íslands, svo þær sem eftir verða eru því enn sérstakari en þær hafa verið. Þau eru bara með eina kúpu í hverju munstri og hverjum lit nema litlu gipskúpurnar, það eru til 3-4 af hverri.

Linda getur ekki fyrir sitt litla líf valið eina uppáhalds vöru af unalome.is en segir þó að stærsta hengið þeirra sem fékk nafnið Penestanan eftir hverfinu sem þau bjuggu lengst í á Balí og henni leið virkilega vel í, skipti hana miklu máli. En öll hengin bæði blóma – og vegghengin fengu nafn eftir stöðum sem þau heimsóttu og skóla dóttir þeirra úti (pelangi).

Hvaðan kom nafnið Unalome?

,,Unalome – the spiral means our struggle with life, while the straight line shows that we have finally found harmony.“Nafnið kemur frá orði/tákni sem Linda heillaðist að úr Buddah og kemur oft fyrir í jógafræðum. Táknið er leið einstaklings persónulegu “enlightment“ eða sannleikann um lífið. Táknið er Linda með á líkamanum sínum sem hún fékk tveimur og hálfu ári áður en hún stofnaði Unalome svo hún segir að það hafi ekki komið neitt annað nafn til greina.

Hér má sjá Unalome táknið á Lindu.

Ég var ekki lengi að skella fallegu kúpunni minni upp, enda er hún akkurat í mínum stíl! Líka alls ekki leiðinlegt að eiga hlut sem á sér sögu.

Fyrir sumarið munu svo bætast við þessir stólar, sem eru svo gullfallegir og ég verð að næla mér í eintak! Fallegir inni eða bara úti!

Ég mæli með að kíkja inná Unalome og skoða úrvalið þar, og næla sér í einstakar og gullfallegar vörur!

Þangað til næst, Júlía Mist

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s