Fæðingarsögur mínar #Égstyðljósmæður

 

Ég á að baki þrjár meðgöngur og þrjár fæðingar.

Meðgöngurnar og fæðingarnar mínar voru allar mjög ólíkar.

Í gegnum þær hafa Ljósmæður fylgt mér í gegnum gleði, sorg, hræðslu, kvíða, þunglyndi, brjósagjöf ,áhyggjur og svo mikið meira.

-Hérna eru mínar fæðingarsögur –

Þessi færsla er nokkuð löng þar sem að þetta eru þrjár sögur.

Írena Helga:

Í maí 2012 komumst við Eysteinn að því að ég væri ólétt af fyrsta barninu okkar. Sú meðganga var erfið.

Ég fékk tildæmis mikla ógleði, slæma húð, grindagliðnun, meðgöngusykursýki og að lokum meðgöngueitrun.

Eftir snemmsónarinn á 13 viku þurfti ég einnig að fara í fylgjusýnitöku þar sem að það komu auknar líkur á Downs syndrom (1:75) Það kom allt vel útúr henni og fengum við þá að vita að það væri dama á leiðinni.37vikur+4d

Ég var í mæðravernd HSS og vegna sumarfría var ég hjá mörgum ljósmæðrum yfir meðgönguna en að lokum fékk ég yndislega ljósmóður hana Vallý. Hún var með mér í lok meðgöngunnar og er ég mjög þakklát fyrir hana. Það var hún sem fann engan hjarslátt hjá dóttur minni og brunaði með mér í sjúkrabíl til Reykjavíkur og reyndi að halda mér rólegri alla leiðina og beið með mér þar til að það var staðfest að dóttir okkar væri farin, ég var þá gengin 39v1d.

Við tók fæðingarferlið.

Allar ljósmæður á LSH voru yndislegar. Þær töluðu við okkur að nærgætni og  við fundum hvað þær fundu til með okkur. Þær buðu mér val um hvort ég vildi fæða hana sjálf eða fara í keisara en bentu mér á að fæðing væri betri kostur uppá framtíðina,  það kom aldrei neitt annað til greina hjá mér, ég vildi fæða hana sjálf.

Ég mátti taka minn tíma og láta vita þegar að ég var tilbúin að hefja ferlið, sem að ég vildi gera sem fyrst.

Þær tóku sýni í ræktun, athuguðu hvernig leghálsinn var og gáfu mér stíl um miðnætti,ég fékk síðan annan stíl um 01:30 og okkur var gefið svefntöflu í leiðinni. Ég næ aftur á móti ekki að sofa en maðurinn minn rotast. Klukkan 4 um nóttina hringi ég á ljósmóður þar sem að verkirnir eru orðnir miklir og þær gefa mér verkjalyf sem slá ekkert á verkina. Verkirnir halda áfram að versna og það þéttist á milli hríðanna . Er ég þá skoðuð og er með 2-3cm útvíkkun, mér er boðið sterk mænudeyfing sem að ég þigg og gengur mjög vel að setja hana upp. Ég næ þá loksins aðeins að loka augunum. Ég reyni að fara að pissa en3D_6 er svo rosalega dofin að ég næ ekki að standa í fæturnar. Þar sem að maðurinn minn var alveg out á þessum tímapunti þá var ljósmóðir sú sem burðaðist með mig á klósettið. Ég náði samt sem áður ekki að pissa. Um 7 leitið er ég komin með 6cm í útvíkkun, ég hef á þessum tíma verið að marg reyna að pissa en ekkert gengur þannig að ég fæ þvaglegg og er þannig tappað af. Klukkan 10:20 erum við bæði orðin mjög þreytt en 10:40 missi ég legvatnið og kl 11:32 kom litla fallega stelpan okkar sofandi inn í þennan heim. Ég rifnaði 2° rifu sem að ljósmóðirinn saumaði. Hún heitir Guðrún Sigríður Ólafsdóttir og henni verð ég ævinlega þakklát fyrir að hafa tekið á móti barninu mínu ,talað um hvað hún væri falleg, hugreyst mig og sýnt okkur mikla hlýju.

Vallý tók síðan við í heimaþjónustu og var ómetanlegt að fá hana til okkar dagana eftir til að tala við okkur um allt saman og fara með okkur yfir fæðingarskýrluna mína

Dóttir okkar Írena Helga Eysteinsdóttir fæddist 3650gr og 53 cm á 39+2viku þann 28.desember 2012, kl 11:32.

Alexandra Líf :

Við ákváðum að bíða smá með að reyna aftur.

í September 2013 varð ég ólétt aftur. Við tók áhættuvernd hjá Landspítalanum.

Ég fór í snemmsónar þar og sást þá lítil baun með sterkan hjartslátt.Alla meðgönguna sáu Eva Ásrún ljósmóðir og Ragnheiður Bjarnadóttir læknir um mig. Ég fékk að fara mjög reglulega sónar og skoðanir til að róa mig þar sem ég var með mikla hræðslu og

7v+5d
7vikna

kvíða á þessari meðgöngu. Ég fékk alltaf rosalega slæm kvíðaköst í hvert skipti sem ég fór í skoðun eða sónar en Eva Ásrún ljósmóðir og þær hjá sónardeildinni náðu alltaf að róa mig .Ég fann að ég átti erfitt með að tengjast barninu vegna hræslu og kvíðans. Fylgjan var að framan sem gerði það að verkum að ég fann fyrir litlum hreyfingum og það reyndi rosalega á. Meðganga eftir barnsmissi er rosalega erfið og flókin andlega.

Það var alltaf spurt mig hvernig ég hafði það og alltaf hlustuðu þær á áhyggjurnar mínar ,hvernig mér leið og þær reyndu eftir bestu getu að hjálpa mér. Fyrir utan andleg erfiði var meðgangan yndisleg líkamlega, fékk enga ógleði, fann lítið til í grindinni og fékk lítinn sem engan bjúg var þó með milda meðgöngusykursýki sem að ég 29vv2ddahélt niðri með góðu mataræði.

Vegna fyrri sögu og áhættu á meðgöngueitrun var ég sett af stað 37+5vikur. Ég mætti um morgunin 27.Maí 2014, kl 09:00 en vegna anna á deildinni(sem er algengt á Landspítalanum) var ég beðin um að bíða þar til að það myndi losna pláss fyrir mig.

Klukkan 13:00 var ekki búið að losna pláss en það var samt ákveðið að gefa mér stíl þar sem að það lokar hjá þeim á mæðravernd kl 16:00 og átti ég því að vera komin upp á fæðingardeild fyrir þann tíma. Þegar að ég kom upp fékk ég að fara í svítuna en við vorum þar bara í u.þ.b 30 mínútur því þá vorum við færð annað því að það var önnur kona sem vantaði svítuna meira en okkur. Seinna var okkur sagt að hún átti barnið nokkrum mínútum eftir að við fórum.

Við vorum færð inn á litla fæðingarstofu með sameiginlegu baðherbergi. Mér var gefið þrjá stíla í heildina og var ég farin að finna fyrir verkjum kl 03:00 um nóttina. Stuttu seinna kíkti ljósmóðir á mig en ekkert farið að gerast, verkirnir komu samt hratt og hálftíma seinna stend ég upp og það kemur stór gusa af blóði!

Ég fæ rosalega slæmt kvíðakast og hringi eftir ljósmóður.

Ég er skoðuð og kemur þá í ljós að ég hafði farið úr 0cm til 6cm í útvíkkun á hálftíma og þess vegna gaf eitthvað sig í leghálsinum og þess vegna blæddi mér svona en var sem betur fer ekkert hættulegt. Þarna voru það ljósmæðurnar sem róuðu mig niður og létu mig líða betur.

Hríðarnar voru mjög miklar og sterkar. Ég höndlaði þær því miður mjög ílla þar sem að ég panikaði og öskraði af öllum lífsins kröftum inná milli þess að berja Eystein í bringuna. Mér fannst langbest að standa, halda utan um hálsinn á honum og rugga mér.

Ég prufaði glaðloftið en fannst það ógeðslegt, mig svimaði svo mikið af því og notaði það því takmarkað. Ég bað loks um mænudeyfingu. Svæfingarlæknirninn var svo rosalega lengi að finna réttan stað og stakk mig tvisvar eða þrisvar sinnum. Ég hætti við, sársaukinn við það að vera stunginn aftur og aftur meðan að ég þurfti að halda mér kyrri svona lengi var verra heldur en hríðarnar.

Það tók mig um 20 mínútur í rembingi að koma Alexöndru Líf út . Ég rifnaði ekkert og fann fyrir miklum létti að vera búin og að hún hafi komist til okkar á lífi.

Alexandra Líf fæddist 28. maí 2014, kl 07:23, 3645gr &51cm.

Við fórum í sængurlegu og fengum þar svítu. Ljósmæðurnar vildu gefa okkur næði að kynnast henni vegna fyrri sögu.IMG_067420140528_150502

Við vorum þar í sólahring vegna eftilits á blóðsykri. Þær voru yndislegar á sængurleguni og hjálpuðu mér mjög mikið með brjóstagjöfina.

Við fundum hvað þær samglöddust okkar að hafa fengið góðan endir.

Vallý var síðan aftur með mér í heimaþjónustunni sem að mér fannst ómetanlegt.Hún kenndi mér að baða hana,sjá um nafnastrenginn, hjálpaði með brjóstagjöfina, fylgdist með andlegu hliðinni og passaði að legið væri að dragast saman.

Aría Rún:

Ég varð síðan aftur ólétt í ágúst 2015. Við vissum alltaf að við myndum vilja hafa nokkuð stutt á milli barnana okkar. Sjálf var ég ein í 10 ár og fannst það ekki gaman. Við ákváðum að reyna einn hring og ef það myndi ekki takast þá myndum við byrja að reyna eftir áramót.

Ég var búin að skrá mig í Crossfit og ætlaði að taka mig aðeins í gegn fyrir næstu 08sterilisation1meðgöngu. Þar sem að það tók mig nokkra mánuði að verða ólétt af Alexöndru Líf höfðum við ekki mikla trú að þungun yrði í þessum hring ég er líka með frjósemissjúkdóm sem heitir PCOS eða fjölblöðruheilkenni og getur því verið erfitt að verða ólétt en það er mál í annan pistil 🙂 En viti menn ég varð ólétt í þessum eina hring, þvílíka sjokkið sem það var en samt mikil gleði, blandað með hræðslu og kvíða.

Við pöntuðum okkur tíma í snemmsónar þegar að ég hélt að ég væri gengin sex vikur eða tvemur vikum eftir að ég fékk jákvætt á prófi.Þegar að ég kom í snemmsónar sást þykknun í legi en ekkert fóstur, Hann taldi mig því vera komna 4v4d sem gat eiginlega ekki staðist þar sem að ég vissi hvenær ég fékk egglos og meira en tvær vikur síðan ég fékk jákvætt á prófi.

Þarna tók við mikil óvissa en ég fékk tíma í snemmsónar hjá Landspítalanum tvemur vikum seinna og  í þeim tíma sást  sekkur og lítið fóstur en hún taldi það ekki vera meira en fimm vikna og fengum við því tíma aftur eftir tvær vikur. Enn og aftur tók við óvissan og þarna var ég viss um að annahvort væri fóstrið alvarlega gallað eða ekki lífvæntanlegt. Ég beið í meira en mánuð í hræðslu og óvissu en samt með bullandi ógleði þreytu, hormónamaga og allt sem fylgjir fyrstu vikunum.

Þegar við mætum næst í sónar erum við annahvort að búast við sjö vikna fóstri eða

30070526_10156499396934645_221019554_o
2 vikur á milli

slæmum fréttum … upp á skjáinn kemur næstum 10 vikna fóstur með hendur og fætur, sterkan hjarslátt og spriklandi um, þvílíkur léttir! Fóstrið ákvað bara að fara í smá dvala sem að ég hafði aldrei heyrt um fyrr en þarna. Settur dagur var 10.maí.

Meðgangan gekk ágætlega. Ég fékk ekki meðgöngusykursýki eins og á hinum tvemur en ég var með mikla ógleði til 27. Viku. Grindin var gjörsamlega ónýt og þreytan í 150% enda ég heima með Alexöndru Líf. Hræðslan á þessari meðgöngu var því miður ekkert minni en ég leyfði mér að tengjast Aríu mun meira heldur en Alexöndru Líf.

Ég var aftur hjá Evu Ásrúnu eða mest megnis þar til að hún fór í veikindarleyfi og önnur yndisleg ljósmóðir tók við mér. Það var ákveðið að setja mig af 12744421_10153966660619645_8941758667757926714_nstað  38 vikur, 27.apríl 2016. Þegar að það kom að gangsetninguni hafði ég miklar áhyggjur afþví að vera send heim eða að bíða lengi eins og seinast. En Þegar að ég mæti uppá  deild kl 09:00 var tekið strax við mér. Ég var sett í monitor og síðan gefið stíl.

Þegar ég hringi í mömmu um kl 12:00 var ég komin með bullandi verki og samdrætti. Ljósmóðirin sem var að sjá um mig hélt að ég þyrfti nú ekki annan stíl þetta væri komið vel á leið 🙂 en allir verkir duttu niður kl 15:00 og allt lok lok og læs ennþá  þá var loksins ákveðið að gefa mér aftur stíl .

Ég tek smá göngutúr með mömmu og Eysteini til að reyna að malla mér almenninlega í gang.

Ég er endanlaust að fá verki sem detta aftur niður en það er ákveðið að leggja mig inná fæðingarsvítuna um kl 17:00  í stöðugan monitor.

Það er gefið mér annan stíl aðeins seinna og þá byrja ég að malla aftur í gang , en útvíkkunin ætlar að taka smá tíma. Ég fer í bað um miðnætti og það var alger bjargvættur. Ljósmóðir og nemi fylgdust grant með mér . Ég fékk síðan gas sem að ég hafði hatað í fæðinguni hennar Alexöndru en elskaði þarna. Ég man að ég var komin einhversstaðar lengst inn í hausinn á mér og bjó bara í litlu boxi þar þegar verstu hríðarnar voru. Ég heyrði samt alltaf í Eysteini, mömmu og ljósmæðrunum  hvetja mig áfram. Ég fékk síðan rembings þörf um kl 02:00 og kl 02:29, 28.apríl 2016 fæddist hún Aría Rún í baðinu og Eysteinn klippti nafnastrenginn. Aría Rún var 3665gr & 52cm. Við vorum í fæðingarsvítuni restin af nóttinni og fórum heim klukkan 09:00 um morgunin eftir að barnalæknirinn útskrifaði hana.

Því miður var Vallý ekki við til að vera með okkur í heimaþjónustu en það kom yndisleg ljósa sem heitir Kolbrún sem var með okkur og hjálpaði.

 

-Þakkarorð-

Ég vil þakka öllum ljósmæðrum fyrir störfin sín , þið eruð ómissandi.22894045_10155994104184645_7957836168726714483_n

Þið takið á móti okkur konunum á okkar mikilvægustu og viðkvæmustu stundum í lífinu.

Þið gefið ykkur góðan tíma að hlusta á okkur.

Þið gangið í gegnum og sjáið svo margt  .

Þið hafið lífið sjálft í höndunum ykkar og

það er ekki til mikilvægara starf en nákvæmlega það.

Þið eigið að fá laun borguð miða við ábyrgð,álag,nám,vinnutíma og það sem þið gefið frá ykkur.

Ljósmæður eru eitt það fallegasta sem til er!

Takk fyrir að vera stuðningur minn í gegnum meðgöngur mínar og fæðingar.

Ég vil séstaklega þakka þessum ljósmæðrum

Guðrúnu Sigríði Ólafsdóttur  ,Valgerði Ólafsdóttur

Evu Ásrúnu Albertsdóttur

Sigríður Þórhallsdóttir og Heiða B Jóhannesdóttir

þið eigið stóran stað í hjarta mínu.

#égstyðljósmæður

Scriptina Regular

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s