Ég vel hann og hann mig – aftur og aftur.

IMG_1368

Núna í ágúst mun vera fjögur heil ár síðan að við Örn, maðurinn minn, kynntumst. Ég var búin að lofa sjálfri mér það að ég ætlaði aldrei að verða ástfangin. Það að elska var búið að reynast mér mjög erfitt, ég upplifði mikla höfnun frá mínum nánustu allt mitt líf, nema frá afa, en hann dó þegar ég var aðeins 9 ára gömul.

Ég var virkilega brennd, upplifði það að enginn elskaði mig né þótti vænt um mig, ég treysti engum 100%. Ég sé hlutina hinsvegar öðruvísi í dag, enda búin að leggja mikla vinnu í að öðlast sjálfstraust. Ég var búin að fara í mína fyrstu afvötnun á Vog 2014 og féll fljótlega eftir það…. án þess þó að segja neinum frá því og laug bara til um edrútíma þegar ég þurfti að flytja aftur heim til mömmu í lok júlí sama ár. Þar af leiðandi þurfti ég að fara á fundi til að halda áfram lyginni og kynnist þar með Erni.

fullsizeoutput_10e8

Þetta hljómar hallærislega, en í fyrsta skiptið á ævi minni fann ég brjálaðslega tengingu við einhvern og ég féll svo harkalega fyrir honum á mjög stuttum tíma. Tveir fíklar, álíka jafn brotin, bæði skít hrædd við ástina en þrá það að vera elskuð…. „þetta getur ekki enst.“

Þessa setningu er ég búin að heyra svo oft. Já, við parið sukkum djúpt inní heim fíkniefnanna, upplifðum margt saman – gott og slæmt – sem hefur tengt okkur enn dýpri böndum en maður getur hugsað sér. Það var nefnilega ekki „bara neyslan“ sem tengdi okkur. Við eigum svo margt sameiginlegt en samt svo ólík. Það var nokkrum sinnum sem ruglið stíaði okkur í sundur í smá tíma, enda verður maður oftast mjög geðveikur í neyslu, en þá þurftum við bara smá tíma til að jafna okkur og tala svo saman þegar geðheilsan var skárri.

Það hefur svo hræðilega oft verið sagt við mig: „viltu ekki bara hætta með honum?“, „hann dregur þig í neyslu“ og „hann kemur svo illa fram við þig“. Málið er það að ég valdi sjálf að vera í neyslu, með eða án hans hefði það gerst og ég held að enginn átti sig á því hversu illa ég kom fram við hann líka. Það voru efnin sem létu mann koma svona illa fram við sínu nánustu, ég meina ég var hörmuleg systir, dóttir og vinkona!

Ég gefst ekki auðveldlega upp á þeim sem ég virkilega elska, ég er ekki tilbúin til að fórna því að elska heitt fyrir „auðveldara“ lífi. Ég læt svo sannarlega ekki valta yfir mig og mun aldrei gera, ég set mörk og fylgi þeim…. en eins og ég sagði, ég gefst ekki upp á fólki sem stendur mér næst og elskar mig mest! Ég er ein af þeim sem er svo heppin að fá að vera ástfangin upp fyrir haus af makanum mínum og þrátt fyrir erfiðleika, sem blossa upp af og til, er engin ástæða fyrir því að leggja árar í bát og segja þetta gott. Það er hægt að vinna úr hlutum og það gerir mann að svo miklu vitrari og reyndari manneskju fyrir vikið. Maður er allt í einu með tösku fulla af nýjum tólum til að tæklast á við lífið. Þetta er allt þess virði að mínu mati. Hann er besti vinur minn og við erum hvorugt fullkomin. Það er lag sem ég tala oft um að sé bókstaflega skrifað um okkur 😅 og það lýsir okkur svo vel.

This slideshow requires JavaScript.

Issues – Julia Michaels

Ég mæli með því að þið öllsömul lærið að setja skýr mörk, fylgja þeim og læra að vinna úr þeim vandamálum sem lífið færir okkur. Það sakar allaveganna ekki að reyna. Það þarf að hætta að flokka fólk því að enginn er eins og ótrúlegustu hlutir geta virkað saman.

Þar til næst,

Marta Þórudóttir ♥

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s