Sjónrænt skipulag og markmiðasetning

Eins og svo margir aðrir Íslendingar hef ég þurft að kljást við kvíða- og þunglyndiseinkenni í gegnum tíðina. Eitt af því sem hefur hjálpað mér einna mest er að setja mér markmið á sjónrænan hátt sem ég get skoðað reglulega til að fá heildarsýn og séð svart á hvítu hvað ég hef gert og hvað ég á eftir að gera. Hér eru nokkur atriði sem ég nota til þess að skipuleggja mig, endilega nýtið ykkur þetta ef þið getið.

29496197_10155184071266993_922495590053445632_n

Frá 2014 hef ég búið mér til einskonar „bucket list“ fyrir árið, þ.e.a.s. lista yfir hluti sem mig langar til þess að afreka á einu ári. Á þennan lista skrifa ég misstór markmið, allt frá einhverju einföldu eins og að taka Harry Potter maraþon yfir í eitthvað stærra eins og að ferðast til annarar heimsálfu. Núna í ár er ég líka með praktískari markmið eins og að stofna húsnæðissparnað og fara á skyndihjálparnámskeið. Mér finnst mikilvægt að hafa markmiðin hæfilega fjölbreytt því með því að ná litlu markmiðunum sem er auðvelt að framkvæma fæ ég meira „búst“ til þess að vinnuna sem þarf til að ná þeim stóru. Að sama skapi er mikilvægt að hafa það í huga að maður framkvæmir kannski ekki hvert einasta markmið sem er á listanum. Þennan „bucket lista“ skoða ég á þeim dögum sem mér finnst ég aldrei gera neitt, að mér leiðist svo lífið mitt og blablabla, þessar þunglyndishugsanir sem skjóta upp kollinum þegar maður sekkur í niðursveiflu. Þá skoða ég yfirstrikuðu línurnar og sé að jú, ég er bara víst búin að gera helling á þessu ári og á líklega enn meira eftir.

29469017_10155184071136993_4290456493712474112_n

Núna í ár ákvað ég að reyna að taka mig á í hreyfingu, enda skiptir hreyfing máli fyrir bæði líkamlega og andlega heilsu. Þar sem ég er ekki beint íþróttamanneskja fannst mér mikilvægt að setja markmiðið ekki allt of hátt því þá myndi ég gefast strax upp á því, en þó þannig að það skili sér í reglulegri hreyfingarrútínu. Ég skrifaði því niður allar vikur ársins og fyrir aftan þær gerði ég þrjá glugga. Fyrstu tveir gluggarnir jafngilda tveimur „skylduskiptum“ af markvissri hreyfingu, þ.e. í hverri viku vil ég fara a.m.k. tvisvar sinnum í ræktina, sund eða göngutúr (að lágmarki 30 mínútur og helst meira af hreyfingu (það er semsagt ekki nóg að sitja bara í heita pottinum) í hvert skipti). Þriðja gluggann kalla ég svo „auka“, en í þann glugga get ég annað hvort x-að eða skrifað viðeigandi tölu ef ég hreyfi mig oftar en þrisvar sinnum í einni viku. Ég bjó mér síðan til hvatakerfi þar sem ég verðlauna mig fyrir hver tíu skipti í ræktinni. Með þessu er ég bæði komin með efnislega ástæðu til þess að vera dugleg í ræktinni, en jafnframt hef ég það sjónrænt fyrir framan mig hversu dugleg (eða ekki) ég hef verið að halda mig við sett markmið.

29472944_10155184071116993_5129588666926104576_n

Að síðustu vil ég benda á að hægt er að kaupa litla tússtöflu, með segli til þess að festa á ísskáp, í helstu ritfangaverslunum (ég keypti mína í A4). Á tússtöfluna mína skrifa ég dagleg markmið á borð við það hvað ég ætla mér að elda, hvort það er eitthvað sérstakt verkefni sem ég ætla mér að klára eins og t.d. að hringja í lækni eða fara í ræktina, og annað tilfallandi sem ég ætla mér að gera þann daginn eða þá vikuna. Þetta hjálpar mér annars vegar á þá vegu að það er erfitt að hunsa verkefni sem starir á mann í hvert skipti sem maður nær í eitthvað inni í ísskápnum (frestunarárátta fylgir mjög gjarnan kvíða) og hinsvegar bara á þann hátt að ég gleymi síður því sem ég þarf að framkvæma.

48086-Harvey-MacKay-Quote-Goals-give-you-more-than-a-reason-to-get-up-in

Með því að setja mér raunhæf markmið, bæði stór og lítil, get ég aukið virkni mína til muna. Með því að hafa þau sjónræn finnst mér erfiðara að gleyma því „óvart“ sem ég þarf að gera til þess að ná árangri og jafnframt eykur það sjálfstraust að geta krossað við það sem maður klárar og séð að maður afrekar í raun og veru ansi margt á einum degi, hvað það á einu ári. Ég vona að þetta hafi hjálpað einhverjum og að þið getið nýtt ykkur eitthvað af þessu til þess að ná ykkar markmiðum 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s