Hack mánaðarins

Hæ allir saman!

Ég er mikið fyrir allsskonar life hack, og hef ég fundið nokkrar hugmyndir fyrir ikea FROSTA kollinn sem kostar litlar 1290.-, og einnig hef ég mikið sé hack með MARIUS kollinn sem kostar 695.- en það er líka hægt að fá þessa stóla í hertex eða svoleiðis búðum fyrir eitthvað klink og leyfa svo bara hugmyndafluginu að ráða ferðinni!

Mig langaði rosalega að deila með ykkur uppáhalds ikea frosta og marius hack-inu. En ég hef ekki prófað allar þessar hugmyndir sjálf svo flestar myndirnar eru fengnar af pinterest.

Mjög fallegir sem skraut inní svefnherbergi, barnaherbergi, í stofunni eða bara hvar sem er! Það er hægt að leika sér endalaust með þá.

Fallegir sem mjög nett náttborð, fer ekki mikið fyrir þeim en hægt að gera þá mjög stílhreina og flotta.

Flott að stafla tveimur eða fleirum saman og setja sápur og kerti t.d. og hafa inni á baðherbergi.

Í barnaherbergið…

Mála í hvaða lit sem er og skella gæru á. Þennan er ég með við snyrtiborðið mitt.

Marius hack

Spreyjað fæturnar á kollinum og skellt gæru ofan á eða eins og á efti myndinni þar er notaður bleikur koddi og skellt honum á, kemur mjög vel út.

Sniðugt að nota gamlar vínylplötur og festa ofan á, einnig hægt að spreyja fæturnar í hvaða lit sem er, kemur mjög vel út.

Eða skera niður trjádrumb og festa hann á, virkilega flott og ódýr leið til að fegra heimilið💗

Eins og þið sjáið eru möguleikarnir endalausir! Ef þið prófið eitthvað af þessu megiði endilega senda mér mynd af útkomunni á snapchatið heimainterior.

Þangað til næst

Júlía Mist

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s