Frelsið í glundroðanum

Ég hef alltaf verið skrítni krakkinn sem fann sig ekki í þessu „venjulega“, þessu sem er í tísku. Tólf ára gömul hlustaði ég á fyrsta skiptið á Nevermind með Nirvana og þar fann ég eitthvað sem smellpassaði. Ég byrjaði smám saman að fikra mig áfram, hlustaði á fleiri hljómsveitir á borð við Marilyn Manson, Slipknot, Korn og Rammstein, og fann að þarna hafði ég fundið tónlistina mína. Á þeim 13 árum sem síðan hafa liðið hef ég gengið í gegnum mörg tímabil mismunandi undirtegunda, t.a.m. emo tímabilið alræmda, tímabil þar sem ég hlustaði helst bara á hljómsveitir með kvenkyns söngvara, víkingametaltímabil, black metal tímabil og svo framvegis og framvegis. Í dag hlusta ég helst á doom metal, þar sem hægt er á taktinum í lengstu lög og þyngslin í tónlistinni kremja mann eins og jarðýta.*

Ég man eftir því eins og það hafi gerst í gær þegar ég labbaði í fyrsta skipti inn í Egilsbúð á Eistnaflugi 2007. Í fyrsta skipti á ævinni fannst mér ég vera komin heim. Hér er mitt fólk, hér á ég heima. Yfirþyrmandi tilfinning þess sem finnur loksins sinn samastað í tilverunni. Eistnaflug sameinar fólk sem hefur gaman af tónlist í þyngri kanntinum og hefur oft verið talað um það sem árshátíð íslenskra rokkara. Á þessum áratug sem ég hef stundað flugið hefur þó ýmislegt breyst, eins og gefur að skilja, enda hefur hátíðin stækkað margfalt síðan ég tók mín fyrstu skref innfyrir dyrnar á Egilsbúð. Þó er eitt umfram annað sem einkennir Eistnaflug, en það er viðhorfið. Á Eistnaflugi eru fávitar ekki velkomnir. Við pössum upp á hvert annað og við pössum að allir fari heilir heim.

eistnaflug

En hvað er það við tónlist í þyngri kanntinum sem heillar? Hvers vegna nennir fólk að hlusta á síðhærða flösuþeytara sem garga í míkrafóninn? Frá örófi alda hefur tónlist verið leið mannsins til að endurspegla og miðla tilfinningum sínum. Í tónlistinni finnum við samsvörun og tengingu við aðra sem deila upplifun okkar. Við finnum að við erum ekki ein. Í gegnum öskrandi þyngslin og hálsrígsvaldandi höfuðhreyfingarnar finnur metalhausinn útrás sem er engri annari lík. Hann finnur samsvörun tilfinninga sinna í drynjandi tónaflóði sem skekur veggi, gólf og næsta nágrenni. Í gegnum tónlistina verður til samfélag. Samstaða. Fjölskylda fólks sem passar upp á hvert annað og á það sameiginlegt að finna frelsunina í glundroðanum. Samfélag sem líður ekkert helvítis rugl.

eistnaflug4

*Ég tek þó fram að ég er að mestu alæta á tónlist í dag og hlusta á allt frá Conan yfir í Tom Waits og frá Snoop yfir í Ellý Vilhjálms.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s