Auður Birna, Lífið, Uppskriftir

Uppáhalds kjúklingasúpan mín!

Ég er alls ekki fyrir of flókin mat og þegar ég seigi flókin mat þá meina ég of mikið af innihaldsefnum í matnum. Eins og t.d. súpur sem eru með 30 mismunandi innihalds efnum! Ég borðaði aldrei kjúklingasúpu fyrr en ég smakkaði þessa hjá tengdamömmu og síðan þá hefur hún verið margoft í matinn! Á fiskisúpukvöldinu á Dalvík er hún gerð spes fyrir mig þar sem ég borða ekki fiskisúpu eða humarsúpu, já ég á klárlega bestu tengdamömmuna!♥

image6

Ég ætla að deila með ykkur uppskriftinni fyrir ykkur sem eruð svona einföld eins og ég!

Það sem þarf er:

 • Ca 4 kjúklingabringur
 • 3-4 rauðar paprikur
 • 1 blaðlaukur
 • 1 hvítlauksrif
 • 1 flaska heinz chillisósa
 • Tæplega 1 askja rjómaostur
 • 2 kjúklingatengar og 1 grænmetisteningur
 • 3-4 msk olía
 • 1-2 msk karrý
 • Salt og pipar eftir smekk
 • 1-2 lítrar af vatni

Best finnst mér að byrja á því að setja rjómaostinn, chillisósuna og teningana í stóran pott og bæta svo vatninu við, ég bæti oft slatta af vatni við tilviðbótar en það fer alveg eftir því hversu bragðmikla þú villt hafa súpuna! Ég leyfi rjómaostinum að bráðna sem mest áður en ég bæti meiru útí. Því næst set ég olíuna og karrýið á pönnu og hita það svo bæti ég við það paprikunni, blaðlauknum og hvítlauknum og steiki það þangað til það verður vel mjúkt og helli því næst útí súpuna. Eftir það steiki ég kjúklingin á sömu pönnu bæti stundum smá olíu við, mér finnst best að krydda kjúklingin með salti og pipar. Ég hef stundum líka sleppt kjúklingnum þar sem súpan er mjög matarmikil án hans líka! Svo finnst mér best að borða hana með osti útí og snakki! Sýrður rjómi er alls ekki nauðsynlegur með þessari eins og mörgum kjúklingasúpum.

image4

Njótið vel!

-Auður Birna

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s